Gripla - 01.01.2000, Qupperneq 9
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
LANDNÁMUTEXTAR í ÓLAFS SÖGU
TRYGGVASONAR HINNI MESTU
I. Inngangur
Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta (ÓlTr) er einungis að litlu leyti frum-
samin af þeim sem fyrstur skráði hana á bók. Efni hennar hefur sögusmiður-
inn sankað að sér, að líkindum á öðrum fjórðungi fjórtándu aldar, og valið úr
mörgum skrifuðum bókum, væntanlega misgömlum. Ein heimildin sem hann
seildist í eftir efni hefur verið handrit af Landnámu. Úr því hefur hann tekið
frásagnir um fund Islands og fyrsta landnámsmanninn, svo og það sem hann
hefur talið sig geta notað um kristna landnámsmenn á íslandi. Efnið svarar til
kapítula í Sturlubók Landnámu (S) sem hér segir og í þessari röð: S, kap. 1-
II, 15, 13,84, 95-97, 109, 110, 105,217,218, 234, 320, 322,323,22-24,41,
42, 309 og 310. Þessir kaflar eru ekki teknir upp í heilu lagi; sumu er sleppt
og sumt dregið saman í stutt ágrip, og víða er orðalagi og orðaröð vikið frá
því sem ætla má að hafi verið í forritinu.1
Texti sá sem sögusmiður ÓlTr hefur tekið eftir handriti af Landnámu er
prentaður hér á eftir. Textinn er tekinn eftir aðalhandriti sögunnar, AM 61 fol
(A) og prentaður með samræmdri stafsetningu, en fáeinar leiðréttingar við aðal-
texta teknar eftir öðrum handritum sögunnar, þeim hinum sömu sem voru not-
uð við útgáfu hennar í Editiones Arnamagnæanæ, Series A, vol. 1-2. (Kaup-
mannahöfn 1958-1961, stytt hér á eftir ÓlTrEA.) Þessi handrit eru AM 53 fol
(B) , AM 54 fol (C'), AM 62 fol (D') og Flateyjarbók, GKS 1005 fol, (D2). Enn-
fremur er vísað í Bergsbók, Sth perg 1 fol (C2), en í því handriti er texti ÓlTr
kominn um milliliði frá AM 54 fol. Aður hefur þessi texti verið prentaður sér-
stakur í útgáfu Finns Jónssonar af Landnámu.21 þeirri útgáfu er textinn prentað-
ur stafrétt eftir A, en fáeinir leshættir úr B og C' prentaðir neðanmáls og á fyrstu
1 Sjá formála Jakobs Benediktssonar fyrir útgáfu hans á Landnámu, íslenzk fornrit I, bls.
cxxiii-iv. Jakob telur 187. kap. Sturlubókar (upphaf Þorvalds þáttar víðförla) með þeim köfl-
um sem hafi verið teknir upp í ÓlTr, en ég hef sleppt þessum kafla, sökum þess að mér þykir
líklegra að þar sé stuðst við sömu heimild í Landnámu og ÓlTr.
2 Landnámabók I—III. Hauksbók. Sturlubók. Melabók m.m. Kpbenhavn 1900. bls. 261-273.