Gripla - 01.01.2000, Page 10
8
GRIPLA
blaðsíðunni einnig úr D2. Texti sem svarar til 187. kap. S (ÓlTrEA I 280.1-10
MAðr — Þorualldr) er tekinn með, en 214. kap. ÓlTr sleppt.
Upphafleg gerð ÓlTr er varðveitt í handritunum ABC', en yngri gerð, víða
stytt, sums staðar aukin og orðalagi og efnisröð talsvert breytt, er varðveitt í
D' og D2. Þar sem ekki verður komist hjá að vísa í þessar tvær gerðir sögunn-
ar hér á eftir eru þær nefndar A- og D-gerð.
Gerðir Landnámu sem eru til samanburðar við texta ÓlTr eru engar aðrar
varðveittar en Sturlubók (S) og Hauksbók (H). Allt sem kemur heim við
varðveitt handrit þessara gerða, annarrar eða beggja, jafnvel eitt og eitt orð
eða setningabrot innan um breyttan texta, er prentað með beinu letri, en hitt,
sem á sér enga samsvörun í S eða H, er skáletrað. Stafsetning er að því leyti
frábrugðin því sem tíðkað er í Islenzkum fornritum (útgáfum Hins íslenzka
fomritafélags), að hér er allsstaðar sett ‘i’ í stað ‘j’ og ‘z’ í endingu miðmynd-
ar sagna. Textanum er skipt í kafla. Tölur fyrir framan skástrik við upphaf
hvers kafla vísa til blaðsíðu og línu í ÓlTrEA I, en fyrir aftan skástrikið vísar
fyrri talan í blaðsíðu og línu í Hauksbók og síðari talan í Sturlubók í útgáfu
Finns Jónssonar af Landnámu. Tölusetning kapítula er hin sama og í ÓlTrEA.
2. Textinn
110. KAPÍTULI: 254.10-255.3/3.2-17 og 129.1-15.
Svá segir heilagr prestr Beda í aldarfarsbók þeiri er hann gerði um
landaskipan í heiminum at eylandþat er Thfli er kallat í bókum liggi
svá langt í norðrhálfu heimsins at þar komi eigi dagr á vetrinn þá er
nótt var lengst ok eigi nótt á sumar þá er dagr er lengstr. Fyrirþví ætla
vitrir menn at ísland sé Thfli kallat, at þat er víða á því landi at sól setz
eigi um nætr þá er dagr er lengstr. Þar er ok þat víða at sól má eigi siá
um daga þá er nótt er lengst. En hinn heilagi Beda prestr andaðiz siau
hundruð þrim tigum ok fimm árum eptir holdgan várs *herra;' Iesú
Kristí, meirr en hundraði ára fyrr en ísland byggðiz af Norðmgnnum.
En áðr ísland byggðiz af Nóregi hpfðit þar verit þeir menn er Norð-
menn kalla Papa; þeir hafa verit kristnir, þvíat funduz eptir þeim bœkr
írskar, bigllur ok baglar, ok enn fleiri hlutir þeir er þaðan af mátti
skilia at þeir váru kristnir menn ok komnir til vestan um haf. Vísa ok
svá til enskar hœkr at í þann tíma hafi verit farit í milli landanna.
3 Pannig BC'D2\ 'drattíns’ A.