Gripla - 01.01.2000, Page 29
LANDNÁMUTEXTAR
27
arskíri HÓ. 5 rauði] rauðr HÓ. 19 Álasonar] Ásasonar HÓ. 39 í landaleit]
í landaleitun H, í landaleitan Ó. 192.29 Ámi] Ám HÓ. 31 Sglvers] Sglvars
HÓ. hann] Sigfast HÓ. 193.7-8 var fœddr] fœddiz upp HÓ. 14 trú] trúnni
HÓ. 197.14 Eyiólfr] + er átti Ástríði Vigfúsdóttur af Vors, Víkinga-Kárason-
ar H, + Hann átti Ástríði Vigfúsdóttur hersis af Vors í Nóregi Ó. 212. 30-31
af Suðreyium til íslands. <Hann) var kristinn] til íslands af Suðreyium ok
(Hann Ó) var vel kristinn HÓ. 213. 7 kaupir land] ‘keypti lpnd’ H, keypði
... lgnd Ó. 210.22-23 þat skap er engi styripld fylgir] ekki styrialdar skap-
lyndi HÓ. 30 þá] + HÓ. 38-39 pndugissúlna] súlna HÓ. 39 Var hann]
Hannvar/7Ó. 211.8 síðar] síðan HÓ. 10 Dóttir þeira] Þeira dóttir HÓ.
4. Skyldleiki textanna
Þessi samanburður á textum S, H og ÓlTr leiðir ekki ótvírætt í ljós, að Land-
námutextann í ÓlTr hafi sögusmiðurinn tekið eftir handriti af Sturlubók
Landnámu. Það er hinsvegar ljóst af því, að engir sértextar Hauksbókar koma
fyrir í ÓlTr. Þar sem leshættir í ÓlTr víkja frá varðveittum texta Sturlubókar
í Resensbók, en koma heim við hliðstæða texta í Hauksbók, er óhætt að gera
ráð fyrir að þeir séu ættaðir úr upphaflegri gerð Sturlubókar. En ekkert bendir
til að ÓlTr hafi varðveitt upphaflegan texta þar sem hún er ein á móti sameig-
inlegum lesháttum Resensbókar og Hauksbókar, enda langflest þessháttar frá-
vik vísvitandi og viljandi breytingar sem sögusmiðurinn hefur gert á þeim
textum sem hann valdi í söguna. Að sjálfsögðu getur þó verið að eitthvað af
sérlesháttum ÓlTr sé ættað úr því handriti Landnámu sem sögusmiðurinn not-
aði, til dæmis önnur orðaröð en í S og H. En allar forsendur vantar til að skera
úr um hvað af sérlesháttum ÓlTr gætu verið komnir úr forriti og hverjir væru
sögusmiðnum sjálfum að kenna. Það má, til dæmis, vel vera að ÓlTrEA II
144.18 Þórðar Illugasonar, sem stendur í öllum handritum (nema í A: ‘illug-
ar .s.’), í stað S 211.10 og H 97.29 Þórðar illuga sé ættað úr Landnámuhand-
riti því sem sögusmiðurinn notaði, en það verður aldrei vitað. Helst væri að
huga að fáeinum sameiginlegum lesháttum í ÓlTr og Flóamanna sögu (les-
háttur ÓlTr og Flóamanna sögu (F) á eftir homklofanum):
S 131.23 sonum iarlsins] iarlssonum. 131.33 Leifi] Ingólfi Ó, Ingólfi
okLeifiF. 131.36 dreif] + lið.
En enginn þessara leshátta er afgerandi sönnun fyrir að sögusmiður ÓlTr og
höfundur Flóamanna sögu hafi notað sama handrit eða skyld handrit Sturlu-
bókar, enda aðrir leshættir sem benda til að svo hafi ekki verið, til dæmis S