Gripla - 01.01.2000, Side 30
28
GRIPLA
131.34 ‘geyrdu’ S, ‘giorðo’ Ó, ‘foru’ HF.'m Sama er að segja um óljósar sam-
svaranir milli OlTr og Kjalnesinga sögu; þær samsvaranir eru of veikburða til
að ályktanir verði dregnar af þeim um skyldleika þeirra Landnámuhandrita
sem sögusmiður ÓlTr og höfundur Kjalnesinga sögu notuðu.105
Þar sem verulegur munur er á textum Hauksbókar og Sturlubókar kemur
óstyttur og lítt breyttur texti í ÓlTr heim við S. I 1. kap. eru S og H að mestu
samhljóða, en viðbót í H: S 129.14 Vestmenn] + ‘þat fanzt i Papey avstr ok i
Papýli’ H, kemur ekki fram í ÓlTr. Meginmunur á gerðunum er einkum í
þessum köflum: í 2. kapítula S um lengd siglingaleiða úr Noregi til íslands og
frá íslandi til annarra nálægra landa, ennfremur í köflunum um Nadd-Odd og
Garðar Svavarsson (kap. 3 og 4 í S og H), kaflanum um Bjöm bunu og Þórð
skeggja (kap. 10 og 11 í S, kap. 11 í H), kaflanum um Örlyg Hrappsson (kap.
15 í S og H) og í kaflanum um Ásólf alskik (kap. 24 í S, kap. 21 í H). Ekkert
af sértextum H í þessum köflum kemur fram í ÓlTr. Hins vegar koma all-
margir leshættir í ÓlTr betur heim við H en S.
5. Vinnubrögð sögusmiðsins
Meðferð sögusmiðsins á texta forritsins er mjög mismunandi og fer eftir efn-
inu; suma kafla hefur hann tekið að mestu orðrétt, til dæmis 115. og 124.
kapítula ÓlTr, en úr öðmm hefur hann einungis tínt fáeinar setningar, eða gert
útdrátt úr þeim og umbylt orðalagi. Það má því segja að það hangi í því að
hægt sé að kalla þessa kafla í ÓlTr Landnámutexta, enda þótt meginefni
þeirra sé ættað úr Landnámu.
5.1 Breytingar á texta
Breytingar sem sögusmiðurinn hefur gert á textum sem hann tók eftir Land-
námu eru af mismunandi toga. í fyrsta lagi getur verið um að ræða frávik í
forriti hans frá upphaflegum texta, sem ekki koma fram í Sturlubók eða
Hauksbók. í öðm lagi verður að gera ráð fyrir að sögusmiðurinn hafi stundum
104 Um samband Flóamanna sögu og Landnámu sjá einkum þessi rit: Guðni Jónsson. Flóamanna
saga og Landnáma. Afmælisrit lielgað Einari Arnórssyni sextugum 24. fehrúar 1940, bls.
126-34. Isafoldarprentsmiðja h. f., Reykjavík. Richard Perkins. An Edition o/Flóamanna
saga with a Study of its Sources and Analogues. Thesis submitted for the Degree of Doctor
Philosophy in the University of Oxford. Vol. I, sjá einkum bls. * 164-* 167. Jakob Benedikts-
son. IF I, bls. cxxiii-iv. Þórhallur Vilmundarson. ÍF XIII, bls. cxliv-vi.
105 Helgi Guðmundsson. Um Kjalnesinga sögu, bls. 20-35. Studia Islandica 26. Reykjavík 1967.