Gripla - 01.01.2000, Page 34
32
GRIPLA
ÓlTr hefur gert á texta S: Hann hefur sett sémafn (Garðarr) í stað fomafns
(hann), og bætt við orðum sem eru skáletruð í klausunni hér fyrir ofan.
Síðustu þrjár setningamar í þessum kapítula eru bersýnilega teknar eftir S,
en með breytingum og viðaukum sögusmiðsins.
Texti þessa kapítula í ÓlTr er á allan hátt eðlilegur og gæti virst frumlegri
en samsvarandi textar í S og H, en ef svo væri er óskiljanlegt hvers vegna
textanum hefði verið breytt til hins verra í S og H. Að sjálfsögðu getur verið
að sögusmiðurinn hafi þekkt fleiri gerðir Landnámu en Sturlubók, eða mun-
að eitthvað úr öðrum gerðum, þótt hann hefði þær ekki við höndina þegar
hann var að setja saman söguna. Það verður að hafa í huga, að væntanlega
hafa frásagnir Landnámu ekki einvörðungu varðveist á bókum, heldur einnig
á mannavörum, bæði frásagnir ættaðar úr handritum, og afsprengi sagna sem
höfundar Landnámu hafa stuðst við, og má vel vera að sumt af því sem í ÓlTr
víkur frá textum S og H hafi loðað í minni sögusmiðsins úr munnlegum frá-
sögnum. Hvað sem því líður verður ekki annað séð en að hann hafi stuðst við
handrit af Sturlubók, og að það handrit hafi haft betri texta en Resensbók.
í kaflanum um Flóka (5. kap. í S) eru einnig athyglisverðar breytingar, til
dæmis þetta:
ÓlTr:
S 130.27-28:
Með Flóka var á skipi bóndi sá
er Þórólfr hét, (en) annarr Heri-
ólfr. Faxi hét suðreyskr maðr er
þar var á skipi.
Með Flóka var á skipi bóndi sá nor-
rœnn er hét Heriólfr, en annarr Þórólfr.
Þar var ok sá maðr suðreyskr er hét
Faxi.
Hér hefur sögusmiðurinn víxlað röð nafnanna Þórólfur og Herjólfur, gert
Herjólf að bónda og tekið skýrt fram að hann var norrænn. í þessum
setningum í Sturlubók er helst til stutt milli orðanna á skipi, svo að það
nálgast klifun, og má vera að það hafi ráðið stílbreytingu sögusmiðsins.
Eitthvað hefur sögusmiðnum þótt ótrúlegt það sem lagt er í munn Faxa
þegar þeir Flóki sigldu vestur um Reykjanes og sáu yfir flóann til Snæfells-
ness: S 130.35 hér eru vatnföll stór. Þar bætir hann við: Þeir sá þá ós mikinn
falla í sióinn.
5.3 Textaval sögusmiösins
Enn er þess að geta, að sögusmiðurinn hefur ekki tekið úr Landnámu annað
en það sem hann taldi að gæti átt heima í því verki sem hann var að semja. Af