Gripla - 01.01.2000, Page 35
LANDNÁMUTEXTAR
33
þeim sökum hefur hann ekki tekið upp samfellda kafla, nema fyrstu átta kapí-
tula Sturlubókar (þó ekki óstytta), heldur hlaupið yfir það sem hann taldi ekki
eiga erindi í söguna, til dæmis S 133.31-134.2 Þar - Karla og 211.11-14
Annarr - Hrollaugs. Miklar styttingar og úrfellingar eru í texta sem svarar til
kap. 96-110 í S, þar sem segir frá Auði djúpúðgu, og í kap. 218 og 234, þar
sem segir frá Helga magra, en það sem segir frá Ulfi syni Gríms háleyska og
afkomendum hans í 128. og 129. kap. ÓlTr er einungis hrafl úr 41. og 42.
kap. Sturlubókar. En til dæmis um styttingar og hvemig þær eru gerðar er
þetta:
S 131.26-27 ok varð fátt um með þeim Hólmsteini er þeir skilðu þar at
boðinu.] ok skilðu þeir Hólmsteinn heldr fáliga. 132.5-6 Þeir vám einn
vetr á landinu ok fóru þá] Á næsta sumri fóm þeir. 132.12-13 er -
fleiri.] hét sá Dufþakr er helzt var fyrir þeim. 134.3^1 hann kom hér at
óbyggðu landi ok byggði fyrstr landit] byggði fyrstr ísland. 135.28-31
Með - haf] Síðan lét Qrlygr í haf með sínu fgruneyti. 135.34 Þeir vóm
þaðan frá litla hríð úti áðr þeir sá land] Litlu síðar sá þeir land.
6. D-gerðin
í D-gerð ÓlTr (handritunum D' og D2) eru gerðar miklar breytingar á þeim
textum úr Landnámu sem hafa verið teknir upp í frumgerð ÓlTr. Tveimur
kapítulum, 112. og 129., er sleppt og stuttir útdrættir gerðir úr 113.-118. og
upphafi 119. kapítula (að ÓlTrEA II 267.13 ‘Avrlygr’) og 214. kapítula (að II
144.12 ‘Hrollaugr’). Áeftir texta sem svarar til 117. kapítula kemur ÓlTrEA
I 268.1-17 Margir — eyðz, en þar á eftir 121. kapítuli styttur og breyttur, en
síðan fylgir 118. og fyrri hluti 119. kapítula. Þessar breytingar em í fullu sam-
ræmi við vinnubrögð þess sem setti D-gerðina saman: að gera útdrátt úr öllu
því efni sem ekki varðaði sögu Ólafs konungs Tryggvasonar beinlínis, eða
upphaf kristindóms á Norðurlöndum, enda líklegast að D-gerðin hafi verið
sett saman með norskan bókamarkað í huga. En það sem sker úr um að sér-
textar D-gerðarinnar eru útdrættir úr A-gerð, en ekki komnir úr glataðri gerð
Landnámu, eru setningar eða setningahlutar sem eru samhljóða í D-gerð og
A-gerð, sumt orðrétt eða að mestu orðrétt eins og í Sturlubók (1), en annað
sem á sér engar hliðstæður í Landnámabókum (2). Dæmi þessa em tínd til hér
á eftir og vísað í blaðsíðu og línu í ÓlTrEA I. Orð eða setningar sem ekki
koma fyrir í Landnámabókum eru skáletruð:
1 ) 257.10-11 og 18 Garðarr (Hann S) var faðir Una fpður Hróars