Gripla - 01.01.2000, Síða 40
38
GRIPLA
eða „popular image“ og nefnt til sögunnar rímur af honum, ömefni kennd við
hann og sagnir, auk rómantískra viðhorfa 19. og 20. aldar manna í garð hans.
Hastrup (1986:304-309) rekur 6 stig í vinsældum Grettis og viðhorfum til
hans sem hún tengir sögulegum atburðum eða ákveðnum tímum í íslandssög-
unni: (1) um 1000 þegar Grettir á að hafa verið uppi, (2) um 1300 þegar
Grettis saga var upphaflega sett saman, (3) um 1500, en frá þeim tíma eru
handrit elstu rímnanna og elstu handrit sögunnar, (4) á 17. öld þegar fleiri
rímur vom ortar og Grettir kemur fyrir í sögnum, sérstaklega sögnum um bú-
sældarlegar útilegumannabyggðir, (5) á 19. öld þegar Grettir kemur fram í
fleiri rímum og ljóðum og rómantískra viðhorfa til hans fer að gæta (goð-
sagnahetjan verður þjóðhetja) og (6) á 20. öld, en Hastmp rekur hversu Grett-
ir nýtur enn umtalsverðrar hylli meðal landsmanna. Öll þessi stig tengir hún
síðan við félagsleg og menningarleg viðhorf til útlaga, enda er umfjöllun
hennar fyrst og fremst mannfræðileg.
Fjöldi þeirra handrita sem geyma tiltekna sögu getur gefið nokkra vís-
bendingu um vinsældir hennar, þótt auðvitað verði að hafa í huga að varð-
veisla getur verið tilviljunum háð. Sem dæmi má nefna að einungis um það
bil helmingur Heiðarvíga sögu er varðveittur í einu handriti og verður að fylla
hinn helminginn með endursögn Jóns Ólafssonar úr Gmnnavík (Islendinga
ró'gnr:1336). Brennu-Njáls saga er aftur á móti varðveitt í um það bil 60
handritum og handritabrotum, þar af 19 frá miðöldum (Einar Ól. Sveinsson
1952:116). Fljótsdæla saga er einungis varðveitt í nokkrum handritum frá
seinni öldum (Kálund 1883:ii). Af þessum staðreyndum er ekki leyfilegt að
draga aðrar ályktanir en þá að tilviljun ráði æði miklu, en það hlýtur samt sem
áður að vera svo að saga sem hefur snemma orðið þekkt og vinsæl er líklegri
til að varðveitast í eftirritum en saga sem hefur ekki dreifst víða.
I þessu samhengi geta einnig einstök handrit skipt máli. AM 551 a 4to,
sem er frá um 1500, hefur að geyma Bárðar sögu, Víglundar sögu og Grettis
sögu. Ekki virðist sem skrifað hafi verið upp eftir því, a.m.k. eru ekki nein
þekkt handrit Grettis sögu komin út af því önnur en uppskriftir fræðimanna á
19. öld. Alls hafa varðveist yfir 50 handrit af Grettlu og þar af eru nokkur
komin út af varðveittum miðaldahandritum, þ.e. AM 556 a 4to og AM 152
fol. Þetta virðist benda til þess að lítið eða ekkert hafi verið skrifað upp eftir
AM 551 a 4to. Handritið hefur samt verið lesið og handleikið, því að fá ís-
lensk handrit, sem á annað borð eru nokkum veginn heil, eru dekkri og eifið-
ari aflestrar. Það er því ekki hægt að draga ályktanir um vinsældir sögu af
fjölda varðveittra handrita einum saman heldur þarf fleira að koma til svo
sem vísur og sagnir sem eru umfram söguna og ömefni kennd við söguhetj-
una. Um þessi efni verður fjallað hér á eftir.