Gripla - 01.01.2000, Page 41
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
39
2. Eldri heimildir um Gretti
Grettis saga hefur löngum verið talin samin í upphafi 14. aldar (IF VII:lxx,
Vésteinn Ólason 1993:144) en gæti sem best verið töluvert yngri eins og Öm-
ólfur Thorsson (1994a:918-919) hefur fært rök fyrir. Telur hann söguna vera
frá 15. öld eða a.m.k. ekki eldri en frá um 1400 (1994b:xxxviii).2 Sagan hefur
því hvorki verið samin fyrir höfðingjann Gissur galla Bjamarson, eins og
hvarflaði að Bimi M. Ólsen (1937-1939:335), né af Hafliða Steinssyni presti
á Breiðabólstað, eins og Guðni Jónsson stakk upp á (IF Vlldxxiii).
Grettis Ásmundarsonar er hins vegar getið í ýmsum fomritum. Þau em
sem hér segir: Landnáma (ÍF 1:199, 211, 213, 280-281), Skáldskaparmál
Snorra-Eddu (Edda Snorra Sturlusonar: 151), Sturlu saga (Sturlunga saga:
64), íslendingadrápa Hauks Valdísarsonar (Islendingadrápa:!), Laxdæla
saga (Islendinga sögur: 1592), Eyrbyggja saga (Islendinga sögur:617), Fóst-
bræðra saga (íslendinga sögur:115, 788, 807), Bandamanna saga (Islendinga
sögur:2, 27), Bjamar saga Hítdælakappa (Islendinga sögur.100), Gísla saga
Súrssonar (Islendinga sögur:&16, 930), Bárðar saga Snæfellsáss (Islendinga
sögur:59), Ljósvetninga saga (Isiendinga sögur: 1655, 1717) og Þórarins þátt-
ur ofsa (íslendinga sögur:2259). Allt em þetta rit sem em eldri en Grettis saga
eða a.m.k. varðveitt í eldri handritum, nema Þórarins þáttur ofsa sem er varð-
veittur í 17. aldar handritum (IF Xdviii). Aðrir textar em varðveittir í handrit-
um frá 13. og 14. öld. Ömólfur Thorsson hefur dregið saman það sem sagt er
um Gretti í þessum ritum á þennan veg (1994a:914 nmgr.):
2 Þess má geta að Ámi Magnússon er ekki frá því að Grettis saga sé ung og gangi „nær Fabulæ
enn Historiæ" (sjá Jón Helgason 1980:49), jafnvel yngri en Flateyjarbók sem er talin skrifuð
1387-1395 (Ordbog-AlO). Rök Áma em þau að í Ólafs sögu helga í Flateyjarbók sé talað um
Þormóð Kolbrúnarskáld og Bjöm Hítdælakappa en ekkert um Gretti: „þad skyllde vera
merke ad Grettis saga væri ýngri enn Flatejarbóc, því eckert talast um Grettir í Olafssðgu i
Flatejarbóc" (Jón Helgason 1980:49).
Á öðmm stað segirÁmi hins vegar um Flateyjarbók (Jón Helgason 1980:54—55):
1 annan máta eru í þessa bók innfærdar ónýtiu Relationes, so sem margir þættemer er í
Olafs sðgunum ftnnast, meir enn í ðdmm Olafs sðgum ...
Olafssðgumar. Item Sverris og Hákonar sðgur em her ritadar med miklum ordafiðlda
framar enn í ðdmm Exemplaribus, er og þess á milli innsmeigt Fabulis ...
hefur hann [þ.e.ritstjóri Flateyjarbókar] í þessari collectione eckert annad vidhaft enn
eina saman umhyggiu á ad safna her inn ðllu því sem honum hefur ad hðndum borist...
Með öðmm orðum telur Ámi að ef Grettis saga hefði verið til á bók þegar Flateyjarbók var
sett saman, eða a.m.k. kunn skrásetjumm Flateyjarbókar, hefðu þeir tekið efni úr henni til
uppfyllingar í Ólafs sögu helga. Miðað við vinnubrögð ritstjóra bókarinnar, skv. lýsingu Áma,
hefðu þeir varla fúlsað við þeim kafla Grettis sögu sem fjallar um Ólaf helga, sérstaklega ekki
þar sem þeir Grettir vom fjórmenningar.