Gripla - 01.01.2000, Page 42
40
GRIPLA
... heimildir greina ekki frá öðru í ævi Grettis en því að hann hafi ort
vísur, verið kallaður hinn sterki, hafst lengst allra manna við í útlegð,
vegið Þorbjöm í hefnd eftir Atla, þreytt aflraunir með Bimi Hítdæla-
kappa og dvalið í Grettisbæli, kallsað við þá fóstbræður Þorgeir og
Þormóð Kolbrúnarskáld og loks að Þorbjörg digra hafi bjargað honum
úr snöm smábænda í Vatnsfirði.
Við þessa upptalningu má bæta að Grettir er talinn morðingi í Hauksbók
Landnámu (ÍF 1:281). Um heimildimar segir Óskar Halldórsson (1977:628):
Flestar þær heimildir sem nú voru nefndar munu eldri en Grettla og
traustari sem slíkar en hún. Þær verða að teljast fullgildar um tilvist
Grettis á fyrsta þriðjungi 11. aldar ...
Að auki er Grettis getið í ættartölum á bl. 122r í Bergsbók (Sth perg 1 fol)
frá upphafi 15. aldar, en blaðinu með ættartölunni hefur verið skotið inn í Ól-
afs sögu helga (sjá Johnsen og Jón Helgason 1941:1024). Á þessu blaði er rak-
in ætt Önundar tréfóts. Jón Helgason telur að blaðið sé með sömu hendi (B) og
megnið af bókinni, þótt ætla megi af skriftarlaginu að svo sé ekki (Lindblad
1963:122r-122v). Hvað sem því líðurer ættartalan að öllum líkindum skrifuð
á fyrri hluta 15. aldar, en Guðni Jónsson telur líklegt að hún sé skrifuð eftir
fomri heimild (IF VII:25 nmgr). Ljóst er að hún er ekki skrifuð eftir Landnámu
eða Grettis sögu eins og þær eru varðveittar, vegna þess að í henni em taldir
upp nokkrir afkomendur bræðra Þorgrims hærukolls, þeirra Þorgeirs flösku-
baks og Ófeigs grettis, sem hvergi em nefndir annars staðar. Grettir og Ólafur
helgi voru fjórmenningar skv. Grettis sögu (ÍF VII: 134 nmgr.) og má leiða að
því getum að Grettis saga hafi verið skrifaranum kunn fyrst hann skaut ættar-
tölunni inn í sögu Ólafs helga og að Grettir hafi verið talsvert til umræðu á fyrri
hluta 15. aldar, ef til vill vegna þess að saga hans var nýlega sett saman.3
I Gottskálksannál er getið fæðingar Grettis við árið 1005 (Storm 1888:
316) sem er á skjön við tímatal Grettis sögu (IF VILxxxi). Annállinn er varð-
veittur í Glaumbæjarbók (Sth perg 5 II 8vo) frá síðari hluta 16. aldar og er tal-
inn að mestu skrifaður af sr. Gottskálk Jónssyni í Glaumbæ, eða fram til árs-
ins 1567 (Storm 1888:xxv-xxvi).4 Talið er að Gottskálk sé fæddur um 1524
3 Upphaf ættartölunnar er með hefðbundnu sniði (bl. 122r):
[MJorgum monnum þicker fr^di ok skemtann j at vita hversv qller islendínga koma
saman/t vidr hofdingia ^tter j noregi ok eínkanliga vid konunga fttemar sialfar epter þvi
sem híner mestv fngdi menn hafa sammann sett ok sialfar landnamma b?ckr vðtta ...
Vilhelm Gödel leiðréttir ártalið til 1566 (1897-1900:110), en Jakob Benediktsson hefur 1567
(1957:46).
4