Gripla - 01.01.2000, Page 43
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
41
og hafi dáið um 1590 (Jón Helgason 1979:7). Gottskálksannáll er uppskrift
eða endurgerð á miðaldaannál fram til ársins 1394 (Storm 1888:xxv, Jakob
Benediktsson 1957:46). Gustav Storm telur að Jón sonur Gottskálks hafi
haldið áfram annálaskrifum föður síns fyrir árin 1567-1578 (1888:xxvi) en
hann var á tímabili prestur í Húnaþingi (Páll Eggert Olason 1950:120-121).
Jakob Benediktsson er sömu skoðunar, nema hvað hann nefnir ekki soninn á
nafn (1957:46,97). Hann telur að annállinn hafi verið saminn af Gottskálk og
syni hans eftir ýmsum heimildum og munnmælum frá 1394 fram á 16. öld en
um síðustu áratugina hafí þeir sjálfir haft vitneskju. Storm (1888:xxv) segir
einnig að Jón og fleiri skrifarar hafi bætt inn greinum í annálinn fyrir framan
árið 1567.
Klausan um Gretti er skrifuð með annarri hendi (Storm 1888:316 nmgr.)
í eyðu og gæti því vel hafa verið samin af þeim er skrifaði, en sérstaka grun-
semd vekur að við árið 991 er klausan „Fin/;bogi e// ramwe a doguw“ sett inn
með sömu hendi í eyðu og það sama á við árið 1006: „Skaldhelgi for j No/--
eg“ (Storm 1888:315-316). Storm kallar klausuna um fæðingarár Grettis eina
af „Ejendommeligheder“ annálsins og „senere Tilskrifter“ (1888:xxxxvii).
Það er því augljóst að þessi grein hefur ekki staðið í forriti Gottskálks, fyrst
hún er ekki skrifuð af honum þegar hann var að skrifa upp annál fram til 1394
eftir gömlu handriti (sjá Jakob Benediktsson 1957:46). Það verður að teljast
líklegra að skrifarinn (Jón?) hafi bætt inn í annálinn upplýsingum um hetjur
sem honum fannst þess verðar að á þær væri minnst eða var kunnugt um.
Hann hefur þá bætt inn grein um hetjur í Húnaþingi.5
Vilhelm Gödel (1897-1900:110-111) dregur hins vegar í efa að annállinn
sé skrifaður af tveimur mönnum og telur 2. hönd, sem Storm eignar Jóni, þá
sömu og fyrstu, sem þeir eigna báðir Gottskálk. Það er hins vegar augljóst
þegar myndir af handritinu eru skoðaðar að viðbætumar um Finnboga, Gretti
og Skáld-Helga (bl. 8r) eru skrifaðar af öðrum manni (eða mönnum?) en
þeim er skrifaði megnið af annálnum og höndin líkist mjög hendinni á öftustu
síðum handritsins, enda verður hér talið að Storm hafi haft rétt fyrir sér.
Niðurstaðan er sú að greinin um fæðingu Grettis sé að líkindum viðbót frá
síðari hluta 16. aldar og því beri ekki að telja Gottskálksannál með þeim ritum
sem em eldri en Grettis saga þar sem Grettir Asmundarson er nefndur.
57. og 58. vísa6 Grettis sögu (ÍF VII:207-208) eru einnig í Landnámabók
(/F 1:280-281). Aðeins 1. og 2. vísuorð 58. vísu eru í Grettis sögu, sem og í
5 Þess má og geta að þrjár vfsur eignaðar Skáld-Helga eru í BLAdd 11.242 sem Gottskálk
skrifaði (Jón Þorkelsson 1896:63, sjá einnig Jón Helgason 1976), svo að ljóst er að kveð-
skapur Skáld-Helga hefur verið Glaumbæingum kunnur.
Hér er miðað við fjölda vfsnanna í útgáfu Grettis sögu í íslenzkum fornritum (IF Vll).
6