Gripla - 01.01.2000, Page 47
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
45
nefnd í Grettis sögu (Guðmundur Andri Thorsson 1990:115). Ólafur álítur að
þulan hafi ekki verið ort út af atburðum Grettis sögu (1960:72), en Óskar
Halldórsson (1977:628 nmgr.) telur hins vegar að þulan gæti hafa verið ort út
af sömu atburðum, sem um hafi gengið sagnir í munnmælum.
Þótt það virðist frekar ólíklegt að Grettisfærsla hafi verið ort út af atburðum
Grettis sögu verður samt að benda á að orðið grettir var ormsheiti (Finnur Jóns-
son 1931:203, sbr. ÍF VII:7 nmgr.) og merkti sennilega ‘slanga’ í upphafi (As-
geir Blöndal Magnússon 1989:276, Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson 1991:
252). Líkingin við getnaðarlim er því ekki fráleit og gæti verið skýringin á því
að upp hafi komið sagnir um að þulan hafi verið ort um Gretti í böndum Isfirð-
inga og nefnd í Grettis sögu. Þessi hugsanlega samlíking gæti einnig skýrt hvers
vegna þetta orð virðist ekki hafa verið notað sem mannsnafn að neinu ráði fyrr
en á 15. öld (sjá nánar í 4. kafla). Gera verður ráð fyrir að höfundur Grettis sögu
hafi aðeins þekkt þuluna af afspum en ekki efni hennar, því að annars hefði
hann tæpast nefnt hana í tengslum við Gretti (sbr. Ólaf Halldórsson 1960:72).
Skrifari AM 556 a 4to eða einhverrar formóður þess hefur svo náð í þuluna og
bætt henni við söguna, þótt hún fjalli ekki um Gretti Ásmundarson. Kirsten
Hastrup (1986:306), sem gerir ráð fyrir að sagan sé frá upphafi 14. aldar, bendir
á að jafnvel þótt Grettisfærsla hafi ekki verið ort um Gretti, bendi tilvist hennar
í Grettis sögu til þess að viðhorf til Grettis hafi breyst á þann veg að hann hafi
með tímanum orðið meiri karlmaður á kynferðissviðinu í vitund fólks.
Fábyljur eða ‘fabliaux’, sem em stuttar franskar gamansögur frá 12. og 13.
öld, fjalla oftast um samskipti og samlífi karls og konu, oftar þó tveggja karla
og einnar konu.14 Sverrir Tómasson (1989, 1996:60-62) hefur fundið nokkur
dæmi um áhrif fábylja á íslenskar bókmenntir. Hann hefur meðal annars bent
á áhrif slíkra sagna á Spesar þátt, þar sem Spes heldur fram hjá Sigurði bónda
sínum með Þorsteini drómundi og heldur hann á laun (1996:62, Islendinga
sögur. 1087-1092). Enn fremur hefur Sverrir (1989:216) bent á líkindi með fá-
byljurn þegar griðkonan á Reykjum hlær að því hve Grettir er lítt vaxinn niður
(íslendinga sögur: 1069). Sverrir gerir einnig ráð fyrir áhrifum frá fábyljum á
Grettisfærslu þótt hann nefni það ekki berum orðum (1996:64):
Það má vel vera að leikir eins og Grettisfærsla hafi verið angi af gam-
alli frjósemisdýrkun; þeir völsi og grettir verið hafðir við hönd á kjöt-
kveðjuhátíðum, en skemmtun af þessu tagi sýnir þó umfram allt að
lystisemdir holdsins hafa náð út fyrir bókina ...
14
Sverrir Tómasson (1989:211) segir að þær lýsi „hörundarhungri á hinn ísmeygilegasta hátt og
hvemig persónumar fá það satt með eiginlegri fylli“.