Gripla - 01.01.2000, Page 50
48
GRIPLA
ir í sögunni, en gæti Grettir hafa heitið Þorgrímur? í þessu sambandi má
benda á að litlir kærleikar voru með Ásmundi hærulang og Gretti skv. sög-
unni (Islendinga sögur:968) líkt og með Þorgrími hærukoll og Ásmundi.20
Hafi Grettir Ásmundarson heitið einhverju öðru nafni hefur hann fljótt (á
unglingsárum?) fengið viðumefnið grettir eða auknefnið Grettir og orðið
þekktur undir því nafni um land allt, en gera má ráð fyrir að hann hafi verið
víðfrægur, eða frægur að endemum, þegar í lifanda lífi. Af þeim sökum hafi
hans rétta nafn gleymst, svo og ástæðan að baki auknefninu. I Islendingasög-
um má finna dæmi þess að maður hafi hlotið nafn en orðið þekktur undir
viðurnefni eða auknefni, því að Þorgrímur Þorgrímsson í Eyrbyggja sögu var
kallaður Snerrir í bemsku og síðan Snorri og varð þekktur sem Snorri goði (Is-
lendinga sögur:544). Snorri er þá auknefni og goði viðumefni (og starfsheiti?).
I Landnámu stendur að Grettir hafi myrt Orm son Þóris í Garði (ÍF I:
281),21 en morð var alvarlegra mál en víg. Höfundur Grettis sögu lætur það
hins vegar vera óviljandi óhappaverk Grettis að synir Þóris brenna inni, þótt
hann yrði dæmdur sekur skógarmaður fyrir verknaðinn, en í sögunni er látið
að því liggja að hið rétta í málinu hafi ekki komið fram á Alþingi (Islendinga
róg«/ :1015, 1023). Það er ljóst af þessum orðum Landnámu að Grettir hefur
verið þekktur fyrir fleira en það sem kemur fram í sögu hans.
Grettir gæti einnig hafa verið frægur fyrir kvensemi sem gæti skýrt auk-
nefnið, sbr. Grettisfærslu. Helga Kress (1997b) er þeirrar skoðunar að grettir
hafi verið viðumefni hetjunnar Grettis og leiðir það af merkingu orðsins (og
nafnsins) í Grettisfærslu, þ.e. ‘reður’. Olafur Halldórsson (1960:72) hafnar
þeim möguleika að Grettisfærsla sé kveðin um Gretti Ásmundarson m.a.
vegna þess að hann sé ekki tiltakanlega ásthneigður skv. sögunni. Óskar Hall-
dórsson (1977:636) segir á hinn bóginn að á mælikvarða Islendingasagna sé
Grettis saga „klúr á köflum". Kirsten Hastrup (1986:300, 306) bendir á kyn-
ferðislega þætti í sögu Grettis, sem Vésteinn Ólason (1993:69) segir að séu í
gamansömum tón, „jafnvel svolítið lostafullum“ og Sverrir Tómasson
(1989:216, 1996:62) hefur bent á'líkindi í málfari tveggja vísna í Grettis sögu
með fábyljum sem oft eru æði berorðar. Guðni Jónsson telur að höfundur
Grettis sögu hugsi mjög á eina leið til kvenna og hlutverks þeirra og bendir á
dæmi í sögunni því til staðfestingar (ÍF VILxiii og nmgr.). Það er því hugsan-
legt að viðumefnið grettir vísi til kvensemi og getnaðarlims. I þessu sam-
bandi má minna á að þegar Grettir fór utan til Noregs í fyrra skiptið, aðeins
15 ára unglingur skv. tímatali sögunnar (ÍF VILlxvii), var hann sakaður um
20 Einnig er hugsanlegt að Grettir hafi heitið Gestur en því nafni bregður hann tvívegis fyrir sig
þegar hann dulbýst (Islendinga sögurA055, 1064), en það verður þó að teljast ólíklegt.
21 I Grettis sögu heitir hvorugur sonur Þóris Ormur, heldur heita þeir Porgeir og Skeggi (Islend-
inga róg«r:1013).