Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 51
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
49
að klappa um kviðinn á konu Bárðar stýrimanns, sem var fríð og ung, í stað
þess að vinna um borð (Islendinga sögur:915).
Vangaveltur af þessu tagi leiða oftar en ekki í sjálfheldu því að engin leið
er að færa sönnur á að Grettir Ásmundarson hafi heitið öðru nafni og því
verður að fara eftir heimildunum sem allar kalla hann Gretti. Einnig er
óheimilt að horfa fram hjá því að í Sturlu sögu og íslendinga sögu kemur
nafnið Grettir fyrir sem eiginnafn og kenninafn (föðumafn).22
5. Ömefni
I Grettis sögu koma fyrir nokkur ömefni sem kennd em við Gretti sjálfan:
Grettishaf undir Sleðaási, Grettishaf á Hrútafjarðarhálsi, Grettishaf undir
Fagraskógafjalli, Grettisoddi við Hítará, Grettisbúr í Viðvík og Grettisþúfa á
Stórasandi (íslendinga sögur:914, 1001, 1046, 1048, 1081, 1083). Grettishaf
á Hrútafjarðarhálsi kallast nú Grettistak og sérstakt fell suðaustur úr Fagra-
skógafjalli heitir nú Grettisbæli (ÍF VII: 102 nmgr., 187 nmgr.). Um sagnir af
Gretti segir Jón Ámason (195411:97):
Það er of langt upp að telja öll þau ömefni, sem við hann eru kennd,
t.d. gljúfur og hæðir eða steinar, sem hann skal hafa sett á hlóðir hing-
að og þangað. Stundum fara sögur þessar af sama efni, sem frá er
skýrt í sögu hans, en stundum eru þær um annað.
Guðni Jónsson segir (IF VII:lvii—lviii):
Við engan mann eru jafnmörg ömefni kennd á íslandi sem við Gretti.
Meginið af þeim mun vera frá síðari öldum, en sum eru eflaust eldri
en sagan, svo sem Grettisbælin. Ömefnin sýna, hvemig Grettir stækk-
ar í vitund alþýðu, er tímar líða, og verður að nokkurs konar hálftrölli,
sbr. Grettistökin og Grettishlaupin, sem em engum mennskum manni
fær.
Og Guðmundur Andri Thorsson er sama sinnis (1990:100):
Um allt land eru gljúfur og hæðir, tindar og steinar sem bera nafn
22 Úr því að farið er að ræða um nafngiftir verður ekki hjá því komist að nefna tilgátu Torfa H.
Tuiiniusar þess efnis að nafnið „GLÁMR“ sé stytting á „ÁsMundR hæruLanGr" og að Glám-
ur haft ef til vill verið Ásmundur framliðinn sem Grettir hafi enn verið að fást við (1999:
305-307).