Gripla - 01.01.2000, Síða 52
50
GRIPLA
Grettis. Sé gljúfur ófært, tindur ókleifur, steinn svo mikill að enginn
lyftir virðist alþýða manna umsvifalaust hafa tengt nafn Grettis þar við.
Við athugun, sem hvorki getur talist ítarleg né skipuleg, hafa fundist yfir
120 ömefni,23 sem kennd eru við Gretti og aðrar persónur sögunnar til viðbót-
ar þeim sem nefnd eru í sögunni.24 Ömefnin em dreifð um allt land, en þó hef-
ur ekki enn fundist neitt í Norður-Múlasýslu og ekki heldur í Vestmannaeyj-
um. Eins og eðlilegt verður að teljast em þau flest í Vestur-Húnavatnssýslu, en
einnig em mörg í Strandasýslu og Skagafjarðarsýslu. Meðal þessara nafna em
Grettisstöðvar í Bárðardal, Grettisklöpp \ Kræklingahlíð, Grettisleiði á Reykja-
strönd, Grettisskyrta í Svínadal, Grettisþúfa í Miðfirði, nánar tiltekið í túninu
á Bjargi, Grettistangi í Vatnsfirði, Grettislaug á Reykjanesi, Grettisstillur í Hít-
ará og Grettisspor undir Eyjafjöllum. í Vatnsfirði er einnig Grettisvarða sem
stendur á Grettishjalla. Óskar Halldórsson (1982:28) nefnir ekki Grettisstöðv-
ar í Bárðardal (sbr. IF Vlldviii nmgr.) heldur Grettislág, og það tvær.25
í Kjalhrauni á Kili er Grettishellir og um 1700 hafa menn talið að til hafi
verið Grettisskáli á Kili á 14. öld (DI 111:609, eftir NKS 328 8vo með hendi
Ama Magnússonar), en í Grettis sögu er þess getið að Grettir hafi dvalist á
Kili lengi sumars (Islendinga sögur:\Q37).26
Grettistökin eru geysimörg, fundist hafa yfir 50 en þau eru eflaust fleiri.
Ef til vill eru þau ekki kennd við Gretti Asmundarson, því að verið getur að
orðið grettistak hafi fljótlega farið að merkja stóran stein án nokkurra
tengsla við Gretti, þ.e. sé orð yfir náttúrufyrirbæri eins og melrani. Að lyfta
23 Með í þessari tölu eru ömefni frá 20. öld eins og Grettisgata í Reykjavík, Hallmundarhellir í
Hallmundarhrauni, Skeggjahola í Hvítársíðu og Asdísarlundur í Miðfirði.
24 Guðni Jónsson telur upp nokkur þessara ömefna (IF VII:lvii—lviii) en einnig em mörg fengin
úr íslenzkum þjóðsögum (Jón Ámason 1954-1961) og Frásögum um fornaldarleifar (Svein-
bjöm Rafnsson 1983). Greinarhöfundur hefur rekist á nokkur í öðrum ritum og önnur hafa
komið í leitimar við skoðun korta. >
25 Eftir að gengið var frá þessari grein til prentunar flutti Ögmundur Helgason fyrirlestur á veg-
um Nafnfræðifélagsins um ömefni kennd við Gretti. Hann hefur leitað fanga víða og fundið
mörg Grettisömefni og sagnir tengdar þeim.
26 Um beinakerlingu á Kili er til eftirfarandi húsgangur (Jón Þorkelsson 1921-1923:412):
Hér er grettis gamla borg,
sem gott er við að una
em eg hryggur út af sorg
eptir kerlinguna.
Jón Þorkelsson prentar hástafmn ‘G’ en ekki lágstafmn ‘g’ í þriðja orði fyrstu braglínu svo að
lesa má ömefnið Grettisborg út úr henni. Vísan er tvímælalaust tvíræðari ef lágstafur er settur
í stað hástafs, enda er í sjálfu sér engin ástæða til að ætla að hún fjalli um Gretti Ásmundarson
eða einhvem annan karl, þótt margir hafi eflaust skilið hana á þann veg. Hver er sú borg sem
grettir unir sér við?