Gripla - 01.01.2000, Page 57
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
55
mundssonar (1966 I) yfir rímur kemur fram að aðeins eru varðveittar fleiri
nmur um Hávarð ísfirðing og þá feðga Búa Andríðsson og Jökul Búason af
hetjum íslendingasagna.33
Kirsten Hastrup (1986:296-298, 306-308) bendir á að Grettlur hafi senni-
lega verið ortar á 15. öld þegar Grettis saga varð vinsæl og að á 17. og 19. öld
hafi verið ortar rímur af Gretti. Þetta notar hún m.a. sem lið í röksemdafærslu
sinni fyrir fyrrgreindum 6 stigum í vinsældum Grettis meðal þjóðarinnar.
8. Kappakvæði
Elsta vísa sem fundist hefur um Gretti er í áðumefndri íslendingadrápu (sjá
Islendingadrápá), sem kennd er við Hauk Valdísarson og sennilega ort á 13.
öld (Bjami Einarsson 1989:130). íslendingadrápa er varðveitt í AM 748 I b
4to frá upphafi 14. aldar. Þar yrkir skáldið um 28 kappa Islendingasagna, sem
ætla verður að hafi verið þekktir á þess tíma. 17. vísa er um Gretti (Islend-
ingadrápa:!). Þessi vísa fylgir Grettis sögu ekki í handritum.
Áðumefnt Kappakvæði Þórðar Magnússonar á Strjúgi, sem Jón Helgason
kallar Strjúgsflokk, er alls 32 erindi undir dróttkvæðum hætti, en óvíst er hve
erindin hafa verið mörg í upphafi (Jón Helgason 1955:35). í því telur Þórður
upp 32 kappa sem þekktir eru úr íslendingasögum. Önnur vísan er um Gretti
og fylgir sem viðbót við Grettlu í 5 handritum, þar af fjórum frá 17. öld.34
Orðamunur er talsverður milli handrita. í Sth papp 15 fol (bl. 163vb) er eftir-
farandi formáli Húnvetningsins Helga Ólafssonar að vísunni (Gödel 1897-
1900:130, Páll Eggert Ólason 1949:342): ‘Vísa Þórðar á Strjúgi er þjóðskáld
var í Norðlendingafjórðungi um sína dag<a>.’ Jón Þorkelsson (1888b:370-
379) hefur gefið út kvæðið. Ekki er víst að það allt sé eftir Þórð heldur má
vera að sumt af því sé eftir Odd son hans (Jón Helgason 1955:36).
Til em kappatöl eftir fleiri skáld frá 17. og 18. öld. í AM 146 b II 8vo
(24r-31r) frá upphafi 18. aldar er kappakvæði undir vikavakahætti eftir Stein-
unni Finnsdóttur í Höfn í Melasveit, sem Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
(1998) hefur gert rækileg skil. Kvæðið ber fyrirsögnina ‘Eitt kvæði’ og er 21
erindi, auk viðlags. Það hefur verið gefið út (Steinunn Finnsdóttir 1950:113-
132). í kvæðinu telur Steinunn upp 27 kappa úr íslendingasögum og Orm
Stórólfsson og Þorstein uxafót að auki. Tólfta vísa er um Gretti. Bergljót
(1998:81-84) telur að kvæði Steinunnar sé að mestu leyti háð og bendir á
33 Af öðrum köppum sem hafa verið vinsælt yrkisefni rímnaskálda má nefna Þorstein bæjar-
magn og Konráð keisarason.
34 Handritin eru: AM 151 fol (bl. lr), AM 163 b fol (bl. 22r), AM 477 4to (bl. 72r), Sth papp
15 fol (bl. 163vb) og Sth papp 98 fol (bl. 635v (og 636r, á sænsku)).