Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 59
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
57
ur skáldskapur. Það skal tekið fram að ekki hefur verið gerð nein tilraun til að
leita þær uppi víðar. Þessi vísa er prentuð fyrir aftan Grettlu í NMS (bls. 163):
Grettir vondum Vættum,
Veitti Hel og þreitti,
Med Hrotta i Jel Sijdhattar,
Hlioott sijst: Geck ain Otta,
Glettu ad Glaami hreitti,
Graitt þvi lieku O-sattir,
Hratt at Heliar-Pittin/í,
Hitti Þræll O-kvittur.
Önnur vísa, lausavísa, sem hefst svo: ‘Sterkan
Grettlu í 7 handritum, þar af fjórum frá 17. öld.37
Í UppsUB R 690 (bl. 82v) frá 1661 og í afriti
252r) frá 1841, er vísa, sem hefst svo: ‘Guð þeim
177614to (bl. 89r) frá 1680 er vísa sem kennd er Sigurði Gíslasyni. Hér gæti
verið um að ræða Sigurð þann er kallaður var Dalaskáld (d. 1688) (Páll Egg-
ert Ólason 1951:219), en þó koma fleiri til greina. Upphaftð er ‘Grettir mikils
máttar / meitt fékk skessu þreytta’. í Kall 611 4to (bl. 64v) frá 1704 er vísa,
sem hefst svo: ‘Grettir var gildur maður’. Enn eru ótaldar fjórar ‘Grettis vísur
er skrifarinn sögunnar tillagði’ sem fylgja Grettis sögu í ÍB 45 fol (bl. 77v) frá
1735-1736. Fyrsta vísan hefst svo: ‘Grettir var góðrar ættar’.
í AM 1020 I 4to (bl. 20r) sem Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði að
mestu 1735 er vísa um Gretti. Jón skrifaði vísur Grettis sögu upp eftir þremur
handritum og reyndi að skýra þær fyrir Þorvald Grímsson úr Brokey undan
Skógarströnd sem nefndi sig Brochmann eftir að hann flutti til Stokkhólms
(sjá Guðvarður Már Gunnlaugsson 1994b:58). Aftan við bætir hann svo við
vísu um Gretti eftir Odd Þorkelsson: ‘Grettis sögu inntak — Oddur Þorkels-
son kandsteypir, nú í Næstved, 1741.’ Þessi vísa er aðeins í handritinu sem
Jón hélt eftir en ekki í eintakinu sem hann sendi Þorvaldi (Sth papp 79 VIII
4to), enda bætt við síðar í AM 1020 I 4to. Upphaf vísunnar er ‘Gretti þótti
gott óvætti að hitta’. Nokkrar vísur eru um Gretti í JS 416 8vo frá 18. öld (bl.
137v) og hefst sú fyrsta svo: ‘Grettir frægðum fjáði / flest örlögin háði’; hún
er einnig í AM Acc 5 (Guðrún Ása Grímsdóttir 2000:40). Auk þess er í Lbs
163 8vo (bls. 38^10) kvæði eftir Þorvarð Hallsson er nefnist Hreystiverk
Grettis Ásmundarsonar; alls 10 vísur.
Til er kvæði eftir Guðmund Torfason sem heitir ‘Kvæði um viðureign Gísla
37 Handritin eru: AM 153 fol (bl. 72v), AM 478 4to (bl. 85r), AM 946 i 4to (bl. 252r), GKS
1002-1003 fol (bl. 60v), Sth papp 15 fol (bl. 163v), Sth papp 98 fol (bl. 635v (og á sænsku á
bl. 636r)) og UppsUB R 690 (bl. 82v).
nefndu báls börk’ fylgir
þess, AM 946 i 4to (bl.
gefi góðan dag’. I Thott