Gripla - 01.01.2000, Page 60
58
GRIPLA
og Grettis úr Grettis sögu tekið’ í ÍB 541 8vo (bl. 34r-37v), sem er sagt eigin-
handarrit hans frá 1843; kvæðið er einnig í ÍB 157 8vo frá um 1845 (Páll Eggert
Ólason 1935-1937:38, 119). Kvæðið er 21 erindi, auk viðlags. Efalaust eiga
eftir að koma í leitimar fleiri vísur og kvæði um Gretti.
Sú staðreynd að menn ortu um hetjur á borð við Gretti bendir vissulega til
vinsælda sögunnar, eða a.m.k. til vinsælda söguhetjunnar. Hér má einnig bæta
því við að skáld 19. og 20. aldar hafa sum hver ort um Gretti eða atburði sög-
unnar, sem rennir væntanlega stoðum undir kenningar Kirsten Hastmps
(1986:308-309) um vinsældir Grettis á 19. og 20. öld. Þekktasta kvæðið er
sennilega Grettisljóð eftir Matthías Jochumsson (1897) sem er í raun kvæða-
bálkur í 35 hlutum, og af 20. aldar kvæðum má nefna í Grettisbúri eftir Hann-
es Pétursson (1977:22). Vinsældir Grettis eru þó ekki bundnar við ísland, því
að til eru a.m.k. þrjú færeysk kvæði um hann. Tvö þeirra eru eftir þá bræður
úr Nólsey Jacob og Poul Poulsen Nolspe (sjá F0roya Kvæði VII: 169), en sá
síðamefndi er þekktur undir nafninu Nólsoyjar-Páll; þau eru varðveitt í Lbs
1241 4to og Lbs 543 fol (Páll Eggert Ólason 1918:481, Lárus H. Blöndal
1959:7). Þriðja kvæðið er eftir ‘sjóvarbóndan’ Jens Christian Djurhuus
{F0roya Kvæði VI:449^155 (nr. 222), VII: 169). Dönsk og þýsk skáld hafa
einnig samið leikrit eftir sögunni (sjá IF VILlxxix).
10. Sagnir af Gretti
í upphafi voru tilgreind orð Guðna Jónssonar um vinsældir Grettis sögu og
Grettis Asmundarsonar. Guðni nefnir m.a. að alþýða manna hafi haldið áfram
að tengja nafn hans við sagnir og ömefni (IF VII lvii). Guðni segir einnig {ÍF
VILxlix):
Það gat ekki hjá því farið, að slíkur kappi sem Grettir varð í þjóðarvit-
undinni drægi að sér ýmsar sagnir, sem voru honum upphaflega óvið-
komandi, honum væri eignuð afrek, sem hann hafði aldrei unnið.
Guðni talar hér að vísu um þjóðsögur af Gretti í Grettis sögu, þ.e. sögur sem
gengið höfðu um Gretti á miðöldum, en orð hans eiga engu að síður vel við
síðari aldir.38 Kirsten Hastrup (1986:299-300) nefnir einnig þjóðsögur um
Gretti sem dæmi um vinsældir hans.
38 Þótt heimildir Grettluhöfundar komi efni þessarar greinar ekki beinlínis við, má geta þess hér
að Guðni Jónsson (//•' VII:xlix) segir um þjóðsagnaefni í Grettis sögu, að í mörgum íslend-
ingasögum séu þjóðsögur en
engin saga er eins auðug af þeim og Grettis saga. I henni koma fram nálega allar teg-