Gripla - 01.01.2000, Side 61
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
59
í nokkrum af þjóðsögum Jóns Ámasonar er Grettir nefndur sem alkunn
persóna þótt sögumar fjalli um aðra menn eða atburði (Jón Ámason 1954II:
138,642, 1954 II: 149, 188, 1956:403). Aðrar sagnir em ömefnasögur, þ.e. ör-
nefnaskýringar, og em þar nefnd nokkur ömefni kennd við Gretti, bæði úr
sögu hans og önnur (Jón Ámason 1954 11:97-98, 1956:33). Ein sagnanna
fjallar hins vegar um Gretti, griðkonu og huldumann þar sem Grettir bjargar
griðkonunni frá huldumanninum með því að sofa í kjöltu hennar (Jón Ámason
1955:161-162). Um sagnir af fommönnum, sem hvað Gretti varðar eru fyrst
og fremst ömefnasögur, segir Jón Ámason (1954 11:97): „Einna flestar sagn-
ir hafa verið af Gretti sterka Ásmundarsyni, sem enn ganga í munnmælum.“
Vísað er til Grettis og Gláms í Sögu af Grími Skeljungsbana (sjá Bjami
Einarsson 1955:82). Jafnframt segir Bjami Einarsson það liggja í augum uppi
að efni Sögunnar af Vestfjarða-Grími sé dregið af Droplaugar sona sögu og
Grettis sögu (1955:cxlvii). Einnig er tilvísun til Grettis og Grettis sögu í Ára-
dalsóði Jóns lærða Guðmundssonar, ritgerð Jóns Eggertssonar um þjóðhagi á
íslandi og Litlu ágripi um hulin pláss og yfirskyggða dali á Islandi, sem hefur
verið eignað Jóni lærða (Bjami Einarsson 1955:liv, xciii-xciv, 24—25, 34—35),
en mun þó sennilega vera eftir Jón Eggertsson (Einar G. Pétursson 1971:53).39
Amgrímur lærði Jónsson getur Grettis í ritum sínum, Crymogæu og
Specimen Islandæ Historicum, tvisvar í hvoru riti.40 Báðar tilvitnanimar í
Crymogæu41 eru greinilega komnar úr Landnámu, og það sama er að segja
um aðra tilvitnunina í Specimen (Jakob Benediktsson 1951:132, 155, 1952:
228). Hin tilvitnunin í Specimen (Jakob Benediktsson 1952:233-234) er hins
vegar sögn um að Grettir hafi sett stóran stein (grettistak) á leiði Bálka á
Bálkastöðum. Þessi sögn er ekki kunn annars staðar að sögn Jakobs Bene-
diktssonar (1957:452).
Það var ekki aðeins alþýða manna sem trúði því að Grettir Ásmundarson
hefði verið risavaxið heljarmenni og kenndi björg og ófær gljúfur við hann.
Oddur Einarsson getur Grettis í íslandslýsingu sinni frá 1588-1589 og segir
hann fæddan 1005 og að hann hafi sýnt „ósigrandi líkamshreysti og að-
dáunarverðan fimleik og eru margvíslegar minjar þess til á Islandi“ (1971:
undir íslenzkra þjóðsagna, draugasögur, tröllasögur, útilegumannasögur og landvætta,
berserkjasögur, galdrasögur og ævintýri.
39 Þjóstólfs saga hamramma er talin samin að miklu leyti með Grettis sögu sem fyrirmynd, e.t.v.
eftir Grettis rímum Jóns Guðmundssonar í Rauðseyjum (Jorgensen 1979:103). Hún var þó
sennilega sett saman af efnalitlum stúdent í Kaupmannahöfn í þeim tilgangi að afla fjár og
kemur því efni þessarar greinar vart við.
40 Crymogæa kom út í Hamborg 1609 (Amgrímur Jónsson 1985:7) og Specimen lslandæ
Historicum í Amsterdam 1643 (Jakob Benediktsson 1952:167).
41 Báðum tilvitnunum er sleppt í þýðingu Jakobs Benediktssonar á Crymogæu (sjá Amgrímur
Jónsson 1985:55-56).