Gripla - 01.01.2000, Page 62
60
GRIPLA
82). Jakob Benediktsson telur að Oddur hafi haft fæðingarár Grettis úr áður-
nefndum Gottskálksannál eða útdrætti úr honum (Oddur Einarsson 1971:10).
Gísli sonur Odds nefnir Gretti einnig í riti sínu um undur íslands (1942:123)
og telur að hann hafi verið „hraustasta heljarmenni sinnar tíðar“ og að haldið
sé að hann hafi verið „átta álna hár“.42
Halldór Laxness (1965:122-124) nefnir þrjú dæmi um trú manna um
miðja 20. öld á sannfræði Grettis sögu. Heimamenn í Hítardal og Bárðardal
skýrðu staðhætti, sem benda til þess að sagan greini rangt frá atburðum, þann-
ig að þeir hefðu getað breyst frá tímum Grettis. Hér er átt við Grettisbæli í
Fagraskógafjalli (eða fjallinu Grettisbæli)43 og fossinn í Eyjardalsá í Bárðar-
dal. Halldór (1965:123) segir sund Grettis og Bjamar Hítdælakappa niður
Hítará athyglisvert vegna grynninga í ánni — „úr því hér er ekki átti [!] við
silúnga", en frá sundinu er sagt í Grettis sögu og Bjarnar sögu (íslendinga
sögur. 100, 1044). Heimamaður á Mýrum taldi hins vegar að við vissar kring-
umstæður gæti frásögn Grettis sögu staðist.44
11. Aldur handrita Grettis sögu
Grettis saga er varðveitt í yfir 50 handritum sem skiptast þannig eftir tíma-
bilum:45
42 Páll Vídalín (1854:37) var ekki eins trúaður á stærð Grettis og benti á að hann þekktist yftr-
leitt ekki ef hann vildi dyljast sem benti ekki til þess að hann hefði verið áberandi hávaxinn.
43 Guðni Jónsson telur að Grettisbæli gæti hafa eyðilagst af náttúmnnar völduni (//■' VII: 187 nmgr.).
44 Halldóri segist svo frá (1965:124); „Maðurinn ræddi um flesta hluti einsog háskólamaður og
eftilvill var hann það. Hann svaraði: „í leysíngum seinni hluta vetrar getur hlaupið feiknar-
legur vöxtur í ána.“ Hefði ekki verið nokkuð bíræfið að byrja þrætur við eiganda árinnar, og
vekja athygli á því sem þessi maður hlaut að vita miklu betur en við gestir hans, að í leys-
íngum gerast hættulegar náttúruhamfarir í vatnsfalli af þessu tagi með flóðum, straumkasti
og jakaburði, en hitastig nær núlli."
45 Hér er handrit sem er talið skrifað um 1500 talið með 15. aldar handritum og handrit sem
sagt er skrifað um 1700 er talið með handritum frá síðari hluta 17. aldar o.s. frv. Hins vegar
eru handrit, sem í handritaskrám eru sögð skrifuð 1600-1700, talin til síðari hluta aldarinnar
ef ekki hefur tekist að tímasetja þau innan þrengri marka vegna þess að það eru meiri líkur
á að þau séu frá síðari hluta aldarinnar en þeim fyrri þar sem uppskriftabylgja 17. aldar hófst
ekki fyrr en undir miðja öldina (Stefán Karlsson 1997:175-176). Handrit sem talin eru skrif-
uð 1700-1800, án nánari tímasetningar, eru talin til fyrri hluta aldarinnar, enda eru vissar lík-
ur á að svo sé, en nánari röksemdafærsla fyrir því verður að bíða betri tíma. Útgáfan frá Hól-
um 1756 (NMS) er talin með handritum vegna þess að hún er að líkindum prentuð eftir ungu
handriti og fellur inn í stemma Grettlu eins og handrit. Enn fremur er AM 455 fol talið sem
tvö handrit en þar er Grettis saga bæði á íslensku og latínu og AM 163 a fol og AM 163 b fol
eru talin sem tvö handrit þótt þau séu upphaflega úr sömu bók (KalAM 1:126). Önundar þátt-
ur er í AM 163 a fol en Grettis saga sjálf án þáttarins er í AM 163 b fol.