Gripla - 01.01.2000, Page 64
62
GRIPLA
handrit fyrir framan sig og blandað þeim saman í uppskriftum eins og Jón
Ólafsson úr Grunnavík þegar hann skrifaði upp vísur sögunnar eins og nefnt
var hér að framan. Jon Gunnar Jprgensen (1997:337) bendir einnig á að við-
horf til textans sé annað hjá fræðimönnunum, þeir hafi skrifað nákvæmlega
upp og ef þeir breyttu út af forriti hafi það verið í því augnamiði að endurgera
textann; í augum þeirra var textinn endanlegur.
Fjögur handrit sem voru skrifuð í Svíþjóð 1661-1688 eru talin með fræði-
mannahandritum sem og þýðing Þormóðar Torfasonar frá um 1659-1670,
þrátt fyrir að fræðimenn á 17. öld hafi ekki verið búnir að tileinka sér þá ná-
kvæmni í vinnubrögðum sem Ami Magnússon krafðist (sjá Stefán Karlsson
1983:cii—ciii). Ásgeir Jónsson, sem var atvinnuskrifari, skrifaði Grettis sögu
upp fyrir Þormóð Torfason og er uppskriftin nú varðveitt í AM 150 fol (Kat
AM1:104). Þetta handrit er náskylt handritum þar sem Önundar þáttur er sér-
stakur eða hann vantar, og ef hann er sérstök saga fyrir framan sjálfa Grettis
sögu, eða hann vantar, hefst sagan af Gretti í 14. kafla á nokkrum kynningar-
orðum um Ásmund hærulang á Bjargi. Ásgeir breytir þessu, gerir þáttinn og
söguna að einni heild og þurrkar út skilin sem verða á milli 13. og 14. kafla
svo að sá fjórtándi kemur í eðlilegu framhaldi af þeim þrettánda (sjá Islend-
inga sögur.968). Auðvitað er hugsanlegt að aðrir skrifarar, þ.e. þeir sem
flokkast ekki undir atvinnuskrifara og fræðimenn, geri þetta líka.
Hér verður einnig að geta þess að biskupamir Þorlákur Skúlason og Brynj-
ólfur Sveinsson flokkast án efa sem fræðimenn og trúlega verður að telja skrif-
ara þeirra, svo sem Bjöm Jónsson á Skarðsá og Jón Erlendsson í Villingaholti,
sem atvinnuskrifara þar sem þeir höfðu tekjur af skriftum (Jón Helgason 1985:
10-11, Stefán Karlsson 1997:176-178,184). Hins vegarerekki nemaeitt hand-
rit Grettis sögu varðveitt úr smiðju slíkra atvinnuskrifara, svo að vitað sé, eða
AM 151 fol sem er skrifað af Jóni Gissurarsyni á Núpi í Dýrafirði. Það sker sig
ekki frá öðmm 17. aldar handritum og er ekki flokkað með fræðimannahandrit-
um, enda er hér hugað að vinsældum Grettis sögu á íslandi og tilgangurinn
með þessari skiptingu handritanna fyrst og fremst sá að flokka sérstaklega
handrit sem skrifuð voru erlendis af fræðimönnum eða að undirlagi þeirra.
Varðveitt handrit Grettis sögu em eftirtalin:46
46 Tímasetning handrita sem em eldri en 1540 er fengin úr skrá Orðabókar Ámanefndar í Kaup-
mannahöfn (Ordbog:431^194), en aldur yngri handrita er í flestum tilvikum fenginn úr hand-
ritaskrám (sjá heimildaskrá). Þar sem tímasetningu hér ber ekki saman við handritaskrár hef-
ur aldursákvörðun annað hvort verið fengin úr tiltekinni heimild eða þá að greinarhöfundur
hefur fundið önnur rök fyrir henni. Það verður hins vegar að bíða betri tíma að gera grein fyr-
ir þeim.