Gripla - 01.01.2000, Side 67
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
65
uppkast að prentsmiðjuhandriti (Guðvarður Már Gunnlaugsson 1994a:289).
Á 19. öld hafa aðeins fundist tvö handrit sem ekki er hægt með góðu móti að
flokka með fræðimannauppskriftum; þau eru bæði frá níunda tug 19. aldar.
Sighvatur Grímsson Borgfirðingur skrifaði annað, Lbs 2328-2330II 4to, eftir
útgáfunum frá 1756 (NMS) og 1853 (Grettis saga) og hitt handritið er skrifað
eftir útgáfunni frá 1853. í ÍB 169 4to er einungis Önundar þáttur og upphaf
Grettis sögu sjálfrar með hendi Ketils Jörundssonar í Hvammi í Hvammssveit
og í Lbs 438 4to með hendi Sveinbjöms Egilssonar rektors er einungis Spesar
þáttur (Páll EggertÓlason 1918:241, 1927:770).47
Aldur handrita staðfestir að nokkru fyrmefnda flokkun Kirsten Hastrups
(1986:304-309) um vinsældir Grettis um 1500 og aftur á 17. og 19. öld, en
Hastrup gerir ekki ráð fyrir sérstökum vinsældum Grettis á 18. öld. Hér verð-
ur þó að hafa í huga að uppskriftaþróun Grettlu virðist vera sambærileg við
aðrar sögur, a.m.k. hvað varðar tímabilið 1550-1700. Lítið sem ekkert er
skrifað upp af söguin á fyrstu áratugunum eftir siðaskipti, en fyrir miðja 17.
öld hefst skriða sem stendur yfir fram á 18. öld, þegar uppskriftum Islend-
ingasagna fer að fækka.
Utgáfur Hólastóls skipta án efa einhverju máli í þessu sambandi, en á Hól-
um voru gefnar út 14 Islendingasögur árið 1756. Nokkrír margfróðir sögu-
þættir Islendinga með 9 sögum voru prentaðir í 1000 eintökum (NMSwhi) og
Ágætar fornmannasögur með 5 sögum voru einnig gefnar út í 1000 eintökum.
Sama ár komu út á einni bók tvær þýddar sögur (sjá Þess Svenska Gustav...)
í 800 eintökum (NMS:xiv). Sagt er að bækumar hafi selst illa og er talið að
aukin fátækt á síðari hluta 18. aldar, harðindi og búsifjar (NMS:xiv), hafi átt
hlut að máli, og enn fremur er hugsanlegt að bókmenntasmekkur þjóðarinnar
hafi breyst. Bækur Hólastóls virðast heldur ekki hafa átt upp á pallborðið hjá
öllum, þar sem þær voru m.a. kallaðar ljótar lyga- og tröllasögur (NMS:xiv).
Þegar haft er í huga að dreifmg bóka var stirð, er ekki hægt að halda því fram
að bækur Hólastóls hafi selst illa. Gefnar voru út þrjár bækur í 2800 eintökum
samtals (NMS:xi\), sem er ótrúlega stórt upplag miðað við að landsmenn voru
aðeins um 50.000 og miðað við upplag bóka á síðari hluta 20. aldar. Árið
1765 eru eftir 1426 eintök af þessum 2800 (NMS:xiv) en ekki kemur fram
hvemig þau skiptust á bækumar þrjár. 1374 eintök höfðu selst! E.t.v. hefur
eitthvað af upplaginu eyðilagst eða verið óseljanlegt vegna frágangs, en slíkt
kemur þó ekki fram. í fyrmefndri heimild er hins vegar kvartað undan því að
bækumar séu óútgengilegar (NMS:xi\), en miðað við mannfjölda, sölu og
stærð upplagsins verður að flokka þessa kvörtun undir kröfuhörku.
47 Handrit Sveinbjöms gæti hafa verið skrifað sem liður í undirbúningi að útgáfu Antiquités
Russes (1852) en þar er Spesar þáttur prentaður á bls. 298-315 á íslensku og latínu, en það
mál þarfnast þó nánari athugunar.