Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 68
66
GRIPLA
Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að Nokkrir margfróðir söguþættir íslendinga
hafi selst illa má gera ráð fyrir að 200-300 eintök hafi selst. Flest varðveitt
handrit voru þá komin í geymslu í Kaupmannahöfn, þannig að ekki voru svo
mörg handrit hverrar sögu eftir á landinu; vafalaust fleiri en nú eru varðveitt en
þó varla fleiri en 20-30. Það munar um 200-300 eintök til viðbótar við slíkar
aðstæður. Þessar tölur eru að sjálfsögðu hreinar ágiskanir, en settar fram til að
varpa ljósi á þann mun sem er á dreifmgu prentaðrar bókar og uppskriftum hand-
rita. Einnig er athyglisvert að einungis eitt handrit Grettis sögu, sem flokkast
undir hefðbundnar uppskriftir, er varðveitt frá því að NMS komu út 1756 fram til
1853 er næsta útgáfa Grettis sögu kom á markað. Lbs 1483 4to var upphaflega
skrifað um 1770 en vegna skemmda eða vegna þess að týnst hafði úr handritinu
þurfti að skrifa hluta þess að nýju um 1820 og þá var skrifað eftir NMS.
Kirsten Hastrup (1986:284—285) og Ömólfur Thorsson (1994a:918) velta
einnig fyrir sér hvaða sögur fylgi Grettis sögu í miðaldahandritum, en útlaga-
sögumar Gísla saga og Harðar saga eru ásamt Grettlu í AM 556 a 4to en
Bárðar saga, Víglundar saga og fomaldarsögur fylgja henni í AM 551 a 4to,
AM 152 fol og AM 571 4to. Ömólfur (1994a:918 nmgr.) gerir einnig tilraun
til að athuga hvaða sögur fylgja Grettlu í 17. og 18. aldar handritum. Það er
hins vegar erfiðara við að eiga, vegna þess að taka þarf tillit til þess að Árni
Magnússon tók handrit í sundur og dreifði þeim eftir efni um safnið sitt. Sem
dæmi má taka AM 151 fol, sem var upphaflega í sömu bók og eftirtalin hand-
rit (sjá Slay 1960:146-147 og Hast 1960b: 147—149):
AM 11 fol, AM 164 a fol, AM 165 a fol, AM 165 b fol, AM 165 c fol,
AM 165 d fol, AM 165 e fol, AM 165 g fol, AM 165 h fol, AM 165 i
fol, AM 165 k fol, AM 165 1 fol, AM 165 m þ fol, AM 202 a fol, AM
202 g a fol, AM 202 i a fol.
Mörg fleiri dæmi eru um þessa meðferð Áma á pappírshandritum 17. aldar
(sjá t.d. Loth 1960). Einnig verður að bera upplýsingar um Grettlu saman við
aðrar Islendingasögur til að fá einhverja mynd af því hvort um meðvitaða
flokkun hefur verið að ræða hjá þeim sem settu saman bækur á fyrri öldum
eða tilviljanir.
12. Uppruni handritanna
Nokkrar upplýsingar eru til um uppmna nokkurra handrita Grettis sögu sem
eru ekki skrifuð af atvinnuskrifurum og fræðimönnum og vísbendingar um
uppmna annarra. Ef tekið er tillit til þeirra allra, einnig þeirra óljósustu, er