Gripla - 01.01.2000, Page 69
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
67
hægt að heimfæra flest handritin upp á fjórðung, jafnvel hérað (sjá nánar um
aldur handritanna á bls. 63-64). Fjögur elstu handrit Grettis sögu eru t.d. að
líkindum öll skrifuð á norðvestanverðu landinu, sem ætti ekki að koma á
óvart þar sem Grettir var Húnvetningur og var mikið á ferðinni á vestanverðu
landinu þar til hann kom í Skagafjörð.
Sture Hast hefur fært líkur að því að AM 556 a 4to gæti hafa verið skrifað
í Húnaþingi, þótt það hafi verið í eigu Eggerts Hannessonar hirðstjóra á 16.
öld en hann bjó m.a. á Núpi í Dýrafirði (1960a:25-30). Stefán Karlsson hefur
sýnt fram á að Þorbjöm Jónsson í Kálfanesi í Steingrímsfirði hafi skrifað AM
551 a 4to (1998:291) og jafnframt að Jón Einarsson, sem var um tíma ráðs-
maður í Skálholti, hafi skrifað Uppsalahandritið DG:10, en hann var senni-
lega alinn upp á Snæfellsnesi (sjá Hastrup 1986:286-287). Þá hefur Stefán
(1998:288) bent á að Þorsteinn Þorleifsson, sem bjó í Svignaskarði á Mýrum,
hafi skrifað AM 152 fol ásamt öðrum manni sem ef til vill var Jón Þorgilsson,
sem var um tíma ráðsmaður á Hólum og prestur á Melstað í Miðfirði (sjá
Guðvarður Már Gunnlaugsson 1994c:71). Ekkert er vitað um tengsl þessara
tveggja manna eða hvemig stendur á því að þeir skrifuðu saman veglegt
sagnahandrit. Öll þessi handrit eru skrifuð á norðvestanverðu landinu, frá
Mýmm norður í Húnaþing, eða af mönnum sem bjuggu þar eða vom þaðan.
Fimmta elsta handritið, brotið AM 571 4to, er hins vegar líklega austfirskt;
stafsetningareinkenni eins og táknun /æ/ bendir til þess, auk þess sem Ami
Magnússon fékk handritið úr Borgarfirði eystra (KatAM 1:734). Þótt brotið sé
frá 16. öld stendur það samt nær 17. aldar handritum en hinum miðaldahand-
ritunum hvað textann varðar.
Meiri óvissa ríkir um 17. aldar handritin. AM 151 fol er skrifað af Jóni
Gissurarsyni sem bjó lengstum á Núpi og IB 169 4to er skrifað af Katli Jör-
undssyni í Hvammi. Sth papp 27 4to er hins vegar eyfirskt handrit ásamt Sth
papp 6 4to og UppsUB R:698, en þau eru öll frá ámnum 1640 til 1665. Ekk-
ert er vitað hvaðan AM 478 4to og AM 558 c 4to eru. Þegar kemur fram á
síðari hluta 17. aldar dreifast handritin meira um landið, þ.e.a.s. þau sem vitað
er hvaðan eru. AM 163 a fol og AM 163 b fol eru sennilega af Suðumesjum
(Útskálum eða Setbergi), AM 426 fol er úr Vigur á Isafjarðardjúpi, Lbs 675
fol er úr Vatnsfirði við ísafjarðardjúp og AM 479 4to er skrifað af Jóni
Hákonarsyni á Vatnshomi í Haukadal (KatAM 1:658). NKS 1147 fol er senni-
lega frá Hólum, en það er skinnhandrit frá síðari hluta 17. aldar eins og GKS
1002-1003 fol sem er sennilega sunnlenskt. BLAdd 11.127 gæti verið sunn-
lenskt og Thott 1776 14to er hugsanlega eyfirskt. AM 153 fol gæti verið aust-
firskt, AM 939 4to er líklega sunnlenskt og BergenUB 1491 einnig, Kall 611
4to er skrifað í Bjameyjum á Breiðafirði, Lbs 633 fol er skrifað fyrir Laurits
Gottmp á Þingeyrum og Lbs 203 fol er ef til vill breiðfirskt. 19. aldar handrit-