Gripla - 01.01.2000, Page 70
68
GRIPLA
in Lbs 2328-2330 II 4to og Lbs-handritið úr Bókasafni Kaldrananeshrepps
eru skrifuð í Vestfirðingafjórðungi.
Vísbendingar eða upplýsingar eru til um uppruna 27 handrita en eftir eru
14 sem ekki er vitað hvaðan eru. Þessi 27 handrit dreifast þannig um landið
að 12 eru úr Vestfirðingafjórðungi, 7 af Norðurlandi, 6 úr Sunnlendingafjórð-
ungi og 2 eru austfirsk. Þótt ekki hafi náðst að afla upplýsinga um öll handrit
frá 17. og 18. öld er samt áberandi hve mörg handrit eru frá norðvestanverðu
landinu, Vestfjörðum og Breiðafirði. Ef teygt er aðeins á hugtakinu 'norð-
vestanvert landið’ og Þverárþing (Mýrasýsla) og Húnaþing talin með fjölgar
enn þeim handritum sem líklega eru af þessu svæði. Þetta bendir eindregið til
þess að sagan hafi verið vinsælli eða þekktari á þessu landshomi en öðrum.
Eða sýnir þetta að fólk í þessum landshluta (frá Borgarfirði syðra norður í
Húnaþing að Vestfjarðakjálkanum meðtöldum) hafi verið duglegra að skrifa
upp sögur og handrit?
í þessu sambandi má nefna að Jiirg Glauser (1983:75-76) hefur bent á að
nokkur handrit riddarasagna frá 15. og 16. öld hafi verið heimfærð upp á
Vestfirði eða Vestur-ísland. Hann telur upp 6 handrit af því svæði og þrjú
norðlensk frá 15. öld, en hann telur einnig upp mörg handrit riddarasagna frá
14., 15. og 16. öld sem ekki hafa verið heimfærð upp á neitt hérað. Meðal
þeirra eru AM 152 fol og AM 556 a 4to (1983:76) sem nefnd voru hér að
framan.48 Þetta er í samræmi við að miklu fleiri fombréf eru varðveitt frá
Norðurlandi og Vestfjarðakjálkanum (Guðvarður Már Gunnlaugsson 1994c:
20-21, Stefán Karlsson 1998:289). Því miður eru upplýsingar um uppruna
margra handrita af skomum skammti og þess vegna verður ekki fullyrt að á
einu landsvæði hafi verið meiri bókmenntaiðja en á öðm. Enn fremur þyrfti
að athuga handrit annarra sagnaflokka, svo sem íslendingasagna og fom-
aldarsagna og einnig handrit frá síðari öldum. Ein vísbending er þó til í þessa
veru, en af 9 handritum Úlfhams rímna (Vargstakna) og Úlfhams sögu (3
gerðir) eru fjögur af Vestfjörðum, eitt úr Saurbæ og annað úr Miðfirði, en tvö
eru skrifuð í Kaupmannahöfn (Aðalheiður Guðmundsdóttir:3. kafli). 6 hand-
rit af þeim 7, sem skrifuð voru á Islandi, eru því af því svæði sem kalla mætti
norðvestanvert landið og það sjöunda er úr Skagafirði.
Vert er að hafa í huga að á 15. og 16. öld sátu ríkir höfðingjar á vestan-
verðu landinu, þ.e. við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, þar sem hafnir voru
góðar og stutt á fengsæl mið. Hér verður ekki farið nánar út í efnahagslegar
forsendur bókmenningar og handritagerðar en ljóst er að það verður að rann-
48
Glauser telur upp bæði AM 556 a 4to og AM 556 b 4to en þau eru upphaflega úr sömu bók
(KatAM 1:707).