Gripla - 01.01.2000, Page 72
70
GRIPLA
14. Lokaorð
Grettis saga hefur verið vinsæl saga meðal þjóðarinnar og Grettir sjálfur ekki
síður. Umfjöllunin hér að framan sýnir, svo að ekki verður um villst, að vin-
sældimar hafa verið miklar. Þau atriði sem tekin voru til umræðu vitna um
það, ekki síst fjöldi varðveittra handrita sögunnar. Vísur, kvæði og rímur um
Gretti og sagnir benda einnig til hins sama og síðast en ekki síst sá aragrúi
ömefna sem kenndur er við hann. Enn fremur er ljóst að Grettir hefur verið
vel þekktur áður en saga hans var samin.
Ekki verður séð að Kirsten Hastmp (1986:304—309) þurfi að gera ráð fyrir 6
sögulegum stigum í viðhorfum til Grettis og vinsældum sögu hans ef sagan er
upphaflega skrifuð á 15. öld eins og Ömólfur Thorsson (1994a:918—919) hefur
haldið fram. Þá má sleppa öðm stiginu hjá Hastmp (1986:305-306), sem er jafn-
framt það stig sem hún á örðugast með að tengja heimildum, svo sem við aldur
handrita Grettis sögu, rímur af Gretti, sagnir um hann og notkun nafnsins Grettir.
Grettir er nefndur í ýmsum ritum frá 13. og 14. öld en ekki er ljóst hvemig
þessi rit geta rennt stoðum undir kenningar Hastmps (1986:304—306) um vinsældir
hans um árið 1000. Hins vegar geta þau e.t.v. bent til vinsælda hans um 1300, eins
og Hastmp heldur fram þótt hún byggi þá skoðun sína á því að Grettis saga haft
verið talin samin í upphaft 14. aldar, en ekki á öðmm heimildum um hartn.
Hastrup (1986) fjallar ekki sérstaklega um vísur um Gretti eða kappa-
kvæði. Aldur þessara vísna og kvæða virðist ekki styðja kenningar hennar um
vinsældir Grettis á 17. öld nema að hálfu leyti (1986:307-308). Vissulega eru
sumar vísumar frá 17. öld en aðrar eru frá 18. öld49 og kvæði Þórðar á Strjúgi
eru frá síðari hluta 16. aldar.
Eftirtektarvert er að öll þau atriði sem fjallað var um hér að framan benda
til þess að Grettla hafi ekki verið sérstaklega vinsæl á 18. öld og það gæti
skýrt hvers vegna bækur Hólastóls seldust illa að mati margra, þótt það geti
vissulega verið ofsögum sagt. Sennilega á þetta við um allar Islendingasögur.
Enn fremur bendir uppruni handrita til að Grettis saga hafi verið vinsælli
á norðvestanverðu landinu en annars staðar, eins og Hastmp (1986:287) hefur
bent á.
Það er við hæfi að ljúka þessari umfjöllun um vinsældir Grettis sögu á
vísunni í AM 946 i 4to (bl. 252r), sem getið var í 9. kafla hér að framan:
Guð þeim gefi góðan dag
er Grettis sögu lesa fer,
auðnu nægð ok yndis hag
öllu betri en kýs hann sér.
49
Sumar vísumar gætu verið frá 17. öld þótt þær séu varðveittar í 18. aldar handritum.