Gripla - 01.01.2000, Síða 127
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
ERFILJÓÐ
Lærð bókmenntagrein á 17. öld'
1.Inngangur
Á sautjándu öld komst í tísku í Evrópu, einkum meðal lærðra manna, að
yrkja kvæði í tilefni af ýmsum áföngum eða viðburðum í lífi manna. Hefur
þessi tegund kveðskapar verið kölluð tækifæriskvæði (danska: lejlighedsdigt-
ning, norska: hpvesdikting, sænska: tillfallesdiktning, þýska: Gelegenheits-
dichtung eða Casualdichtung, enska: occasional poetry). Hér er um að ræða
kvæði eins og erfiljóð, brúðkaupskvæði, kvæði í tilefni fæðingar eða skímar,
embættisveitingar eða lúkningar prófs og lukkuóskir af margvíslegum ástæð-
um. En þrátt fyrir vinsældir tækifæriskvæða á 17. öld, og reyndar allt fram á þá
tuttugustu, hafa þau ekki fengið mikið rúm í íslenskri bókmenntasögu. Tæki-
færiskvæði voru venjulega ort af ákveðnu tilefni og stundum samkvæmt
beiðni eða pöntun eða fyrir skyldurækni. Því virðast menn álykta sem svo að
tækifæriskvæði verði til af öðmm hvötum en innri þörf skáldsins fyrir að yrkja
og eigi þar af leiðandi lítið erindi í bókmenntasöguna þar sem fjallað er um
fagurbókmenntir.1 2 Þess hefur einnig gætt að litið sé á tækifæriskvæði fremur
sem heimildir um menn og atburði en sem bókmenntir. Virðist það viðhorf
nkjandi á fyrri hluta þessarar aldar. Páll Eggert Olason talar t.d. um erfiljóð þar
sem hann fjallar um „mannfræði“ (‘persónusögu’, ‘ættfræði’) í Mönnum og
menntum siðskiptaaldarinnar á lslandi (IV 1926:83), en tekur þó fram að bún-
ingsins vegna skuli þeirra getið í kveðskap. I efnislyklum sínum fyrir Skrá um
handritasöfn Landsbókasafnsins (1935-1937:449) flokkar hann erfiljóð með
1 Ég þakka Rannsóknarráði Islands fyrir styrk til þeirra rannsókna sem greinin byggist á.
2 Þetta viðhorf má sjá víða, t.d. þar sem fjallað er um erfiljóð í Hugtökum og heitum í hók-
menntafræði: „flest voru þau lofkvæði um hinn látna í trúarlegum stfl, þar sem tilfinningum
skáldanna var ætlað lítið svigrúm", (1983:76), og í sama riti, þar sem fjallað er um tækifæris-
kvæði, segir: „Þessi t. voru iðulega ofhlaðin málskrúði, en skáldskapargildi hinsvegar harla
lítið“ (291). Þannig hefur einnig verið litið á tækifæriskvæði í Evrópu, eins og sjá má af
mörgum fræðigreinum sem skrifaðar hafa verið á síðustu áratugum og vara menn við að lesa
17. aldar kveðskap með rómantískum augum 19. og 20. aldar. Hér má t.a.m. nefna Brian
Vickers (1983:497-98); Per S. Ridderstad (1990:35 o.áfr.); Hans-Henrik Krummacher
(1974:89 o.áfr.); Leila Akslen (1997:39^10 o.v.).