Gripla - 01.01.2000, Page 128
126
GRIPLA
mannfræði en ekki kveðskap.3 Sama viðhorf má sjá hjá Jóni Þorkelssyni þjóð-
skjalaverði í útgáfu hans á erfiljóði séra Guðmundar Erlendssonar í Felli í
Sléttuhlíð um Benedikt Pálsson bartskera og klausturhaldara á Möðruvöllum,
sem birtist í Tyrkjaráninu á Islandi, og í afskrift hans af erfiljóði eftir Vigfús
Gíslason skólameistara í Skálholti, sem Hannes Helgason ráðsmaður hafði ort.
í útgáfunni hefst fyrra kvæðið á 21. erindi og tekur útgefandi fram að 1 .-20.
vísa sé „efnislítill inngangur“ (455). í afskriftinni af síðara erfiljóðinu vantar
fyrstu ellefu erindin framan af og fylgir eftirfarandi útskýring:
Er kvæðið heilt fram í 4. erindi, og er tómar Guðs orða hugleiðingar.
Þá vantar blað í handritið, og er þá efnið nýbyrjað, þegar tekstinn hefst
aptur (Lbs 2030 II 4to).4 5
Hér er heimildagildið eitt, ættfræðin og ævisagan, talið kvæðunum til
gildis. Erfiljóð eru að sjálfsögðu mikilvægar heimildir fyrir persónusögu og
félagssögu (og verða vonandi notuð meira af sagnfræðingum en verið hefur
þegar þau verða aðgengilegri) en mikilvægi þeirra fyrir menningarsöguna og
bókmenntasöguna er ekki síðra. Mörg helstu skáld 17. og 18. aldar ortu
erfiljóð og eftir umfangi þeirra í handritum og kvæðasöfnum síðari alda að
dæma hafa þau notið bæði virðingar og vinsælda meðal samtíðarmanna.3 En
af hverju er rannsóknasaga íslenskra erfiljóða jafnrýr og raun ber vitni? Þess
ber fyrst að geta að helstu höfundar bókmenntasögu 16. og 17. aldar, t.d. Jón
Þorkelsson (Om Digtningen pá Islaitd, 1888) og Páll Eggert Ólason (Menn
og menntir IV 1926; Saga íslendinga V 1942), fjölluðu fremur um einstaka
höfunda og verk þeirra en bókmenntagreinar og völdu ef til vill viðfangsefni
sín fremur með tilliti til þess sem þeirra eigin samtíma fannst athyglisvert en
í því skyni að fá heildarmynd af því sem var mikilvægt á mælikvarða fyrri
tíða manna. í bókum Stefáns Einarssonar, íslensk bókmenntasaga 874-1960
(1961), Óskars Halldórssonar, Bókmenntir á lærdómsöld (1996) og Heimis
Pálssonar, Straumar og stefnur (1978), er bókmenntasagan sett fram á nokk-
3 Erfiljóð er þó nefnt undir flokknum kveðskapur en þar vísað í mannfræði. Sömu reglu hefur
verið fylgt í viðaukaskrám handritadeildar Landsbókasafnsins sem komu út árin 1970 og 1996.
4 Jón skrifar kvæðið upp eftir handritinu Lbs 1158 8vo en það er einnig varðveitt heilt í ÍB 380 8vo.
5 Hér má t.d. nefna séra Ólaf Jónsson (1560-1627) á Söndum í Dýraftrði, séra Bjama Gissurar-
son (1621-1712) í Þingmúla, séra Guðmund Erlendsson (um 1595-1670) í Felli í Sléttuhlíð,
séra Hallgrim Pétursson (1614-1674), séra Jón Arason (1606-1673) í Vatnsfirði, séra Hallgrím
Eldjámsson (1723-1779), séra Þorlák Þórarinsson (1711-1773), séra Gunnar Pálsson (1714—
1791) og séra Jón Þorláksson (1744-1819) á Bægisá. í eiginhandarriti kvæðabókar Bjama Giss-
urarsonar í Þingmúla, Thott 473 4to, eru t.a.m. 8 erfiljóð og hefur skáldinu þótt þau eiga heima
í kvæðasöfnunt sínum, með öðmm skáldskap. í íslenskri Ijóðabók Jóns Þorlákssonar á Bægisá
(1843) eru birt 63 erfiljóð og em þau nánast jafnmörg og sálmar, sem em 67 talsins.