Gripla - 01.01.2000, Side 129
ERFILJÓÐ
127
uð annan hátt. Þar eru bókmenntategundir og stefnur í fyrirrúmi, þótt ein-
stakir höfundar séu einnig teknir fyrir sérstaklega. Stefán ræðir um erfiljóð
með „veraldlegri ljóðagerð", segir að þau hafi aukist „að dýpt og trúarhita á
þessari miklu trúaröld“ en fjallar ekki sérstaklega um greinina (235). Oskar
tekur erfiljóð fyrir undir fyrirsögninni „kvæði um samtímaviðburði og
fleira“ (24 o. áfr.) en Heimir flokkar þau með „frásagnarkvæðum" (51-52),
og báðir gagnrýna erfiljóð 17. og 18. aldar fyrir líkræðustíl (án þess þó að
skilgreina nánar hvað í honum felst), ópersónulegar mannlýsingar og skort á
raunsæi. Oskar segir: „kostir manna og kristilegar dygðir [eru] sveipaðar
Guðs orði líkt og í líkræðum“ (26) en raunsæjar mannlýsingar (og jafnframt
skáldlegar) eru taldar aðal góðra erfiljóða frá 19. öld.6 I bókmenntasögu
Máls og menningar er hvorki fjallað um erfiljóð né tækifæriskvæði
sérstaklega í kaflanum um bókmenntir 1550-1750 (Böðvar Guðmundsson
1993:379-519).7 Þá er á það að líta að erfitt hefur verið að nálgast erfiljóð
frá 17. og 18. öld — þau er að finna hér og hvar í handritum, einkum í
sálmasöfnum og andlegra kvæða — því að skrá yfir kvæði í síðari alda
handritum er afar ófullkomin og lítið hefur verið gefið út af erfiljóðum frá
þessum tíma.8 Dálítið hefur þó verið prentað í safnritum um kveðskap síðari
alda en oft ekki nema brot úr hverju kvæði.9 Það er því skiljanlegt að fáar
tilraunir hafi verið gerðar til þess að skilgreina bókmenntagreinina eða kanna
hana með aðferðum bókmenntafræðinnar.10 Annars vegar veldur því sá
rómantíski skilningur bókmenntafræðinga 19. og 20. aldar að skáldskapur
skuli vera frumlegur, hafa „skáldskapargildi“,n og hins vegar það hve textar
6 Skilgreiningar á erfiljóðum í handbókunum Bókmenntir (1972:29-30) eftir Hannes Pétursson
og Hugtök og heiti (1983:76-77) eftir Jakob Benediktsson eru samhljóða því sem Óskar og
Heimir segja.
7 Nokkur umfjöllun um kvæðagreinina er í þriðja bindi bókmenntasögunnar eftir Pál Valsson
(283-88 og 327-30), þar sem fjallað er um rómantíkina, en sama viðhorf til „skáldskapar-
gildis" erfiljóða, sem ort voru fyrir daga Bjama Thorarensens, birtist þar og í fyrri bók-
menntasöguritum.
8 Aðeins lítill hluti kvæðahandrita hefur verið efnistekinn á handritadeild Landsbókasafnsins,
en þar eru flest sfðari alda handrit varðveitt.
9 Sjá t.d. íslands þúsund ár. Kvæðasafn 1600-1800 (1947), Blöndu II (1921-23) og IV (1928-
1931), Tyrkjaránið á lslandi (1908); Sögu Magnúsar prúða (1895) og Biskupasögur Jóns
prófasts Halldórssonar IHítardal II (1911-1915). Erfiljóð Hallgríms Péturssonar hafa verið
prentuð með öðmm kvæðum hans, t.d. í útgáfu Gríms Thomsens (1890).
10 í MA-ritgerð minni frá 1996 geri ég slíka tilraun en einkum með það að markmiði að að-
greina hóp kvæða, sem löngum hafa verið kölluð erfiljóð, frá hefðbundnum erfiljóðum 17.
aldar og skilgreina þau sem sérstaka bókmenntagrein er ég kalla harmljóð.
11 Þó segir Páll Eggert á einum stað í Mönnum og menntum (1926:775), þar sem hann gagnrýnir
kveðskap 17. aldar fyrir „hversdagsleg" viðfangsefni og hve lítt gæti lýsinga á sálarlífi manna
eða háfleygra yrkisefna, að „sterk geðbrigði" komi helst fram í erfiljóðum á þessum tíma.