Gripla - 01.01.2000, Page 131
ERFILJÓÐ
129
þeirra, eiginkonur og dætur. Á 17. öld eru erfiljóð því bókmenntagrein sem
tilheyrir að mestu leyti prestastéttinni og embættismönnunum, og ef til vill
einkum þeim betur stæðu. Þau eru háð trúarlegum kennisetningum samtím-
ans en jafnframt mótuð af hefð mælskufræðinnar, sem skáldin höfðu numið í
latínuskólunum og af lestri bóka. Hér er ekki ætlunin að gera tæmandi úttekt
á því hvaða bókmenntaleg eða félagsleg áhrif megi finna í þessari bók-
menntagrein. Víða má til dæmis merkja áhrif frá íslenskum fombókmenntum
í henni, bæði í skáldamáli og bragarháttum, en hér á eftir verður sjónum beint
að áhrifum mælskufræði á byggingu íslenskra erfiljóða frá 17. öld og því
hvemig hugmyndir hins lútherska rétttrúnaðar um verðugt líf og góðan dauða
hins útvalda manns birtast í þeim. Ég tel að erfiljóðin verði best skilin og út-
skýrð með hliðsjón af þessu tvennu.
2. Áhrif mælskulistar á erfiljóð 17. aldar
Fræðimenn em sífellt að átta sig betur á því hve mikilvæg klassísk mælskulist
hefur verið fyrir bókmenntir liðinna alda, sérstaklega sá þáttur hennar sem
snýst um tækifærisræður/lofræður — genus demonstrativum (Curtius 1948:
155). Þar hafa þýskir fræðimenn verið í fararbroddi, einkum Emst Robert
Curtius með riti sínu Europáische Literatur und lateinisches Mittelalter, sem
kom út árið 1948. Hann heldur því fram að evrópskar miðaldabókmenntir á
þjóðtungunum væm óskiljanlegar ef ekki væri hugað að latneskum bakgmnni
þeirra. Hér á landi hafði þessari samevrópsku latnesku menningarhefð, og
áhrifum hennar á íslenskar bókmenntir, fremur lítill gaumur verið gefinn þar
til á 9. áratugnum með rannsóknum Sverris Tómassonar á áhrifum helgisagna
og mælskufræði á foma íslenska frásagnarlist (1983), formálum íslenskra
sagnaritara (1988a) og klassískri menntun á Islandi á miðöldum (1988b).
Tækifæriskvæði eru sprottin upp úr þessari sömu hefð. Þau eiga einkum
uppmna sinn að rekja til Þýskalands 16. aldar, til lærdómsmanna sem vilja
heiðra vini og samstarfsmenn með minningarljóðum og ámaðaróskum á lat-
ínu og grísku. Þó að til séu bókmenntagreinar frá miðöldum sem skyldar eru
tækifæriskvæðum — hér má nefna lofkvæði og erfidrápur norrænna manna
og íslensk minningarkvæði um biskupa frá síðmiðöldum12 — er hér um að
ræða nýtt fyrirbæri, sem tengist vafalaust m.a. aukinni áherslu á einstakling-
inn og birtist glöggt í trúarkenningum mótmælenda. Þessi bókmenntatíska
12 Þjóðverjar ortu einnig lofkvæði á miðöldum, bæði á latínu og þýsku, sem byggjast á reglum
klassískrar mælskufræði (Georgi 1969).