Gripla - 01.01.2000, Page 132
130
GRIPLA
barst síðan til Norðurlandanna með öðrum bókmenntum siðbreytingarinnar
og var ekki síst stunduð á lærdómssetrum og í latínuskólum.13
Eins og komið hefur í ljós í rannsóknum Sigurðar Péturssonar á nýlatn-
eskum bókmenntum ísiendinga frá 16. og 17. öld (1995; 1996; 1997; 1999),
ríkti sama bókmenntahefð meðal menntamanna hér á landi og annars staðar í
Norður-Evrópu. Ef kvæðahandrit síðari alda eru skoðuð kemur hið sama í
ljós. í þeim er að finna fjölmörg latnesk tækifæriskvæði. Nefna má erfiljóð
Amgríms Jónssonar lærða eftir Guðbrand biskup Þorláksson (d. 1627) (Páll
Eggert Ólason 1926:638), erfidrápu Brynjólfs biskups Sveinssonar um Gísla
Hákonarson lögmann (d. 1631) (JS 400 b 4to) og erfiljóð séra Sveins Jóns-
sonar á Barði um séra Þorkel Amgrímsson í Görðum 9. ágúst 1678 (JS 402
4to). Gott yfirlit yfir ýmsar tegundir tækifæriskvæða, sem ort voru af Islend-
ingum á latínu á 17. öld, er í grein eftir Sigurð Pétursson sem fjallar um
latínukveðskap er tengist Þórði Þorlákssyni biskupi (1637-1697) og Skálholti
á hans dögum (1998:197-219).14
Skólasveinar í latínuskólum Evrópu lærðu að yrkja tækifæriskvæði í
tengslum við nám sitt í latínu og grísku. Þeir voru látnir líkja eftir latneskum
kvæðum og æfa sig í að nota klassíska bragarhætti. Slíkar kennsluaðferðir
munu einnig hafa verið viðhafðar á íslandi. Sigurður Pétursson hefur, í grein
sem hann skrifaði um latínukennslu á íslandi eftir siðbreytingu, bent á latnesk
tækifæriskvæði sem Þorlákur Skúlason (1597-1656) og Stefán Ólafsson (um
1619-1688) ortu meðan þeir voru stúdentar á Hólum og í Skálholti og áður
en þeir héldu til háskólanáms í Kaupmannahöfn. Hinn fyrri orti kvæði í tilefni
af útgáfu latneskrar málfræði á Hólum árið 1616 og hinn síðari orti ljóðabréf
á latínu til vina sinna árin 1642-1643. Telur Sigurður að þetta bendi til þess
að latnesk kvæðagerð hafi verið hluti af námsefni skólanna á þessum tíma
(1996:116; sjá einnig Sigurður Pétursson 1999). Viðlíkar kennsluaðferðir
munu hafa tíðkast langt fram á 18. öld, ef ekki lengur. Jón Ólafsson úr
Grunnavík fjallar um þetta í riti sínu, Hagþenki, sem hann skrifaði í Kaup-
mannahöfn árið 1737, í kafla sem nefnist „Um latínuskáldskap“.15 Til þess að
13 Páll Eggert Ólason talar um erfiljóð „með hinu nýja sniði", sem fara að tíðkast á fyrstu ára-
tugum 17. aldar (1926:83).
14 Menn héldu áfram að yrkja erfiljóð á latínu á 18. og 19. öld, t.d. eru nokkur latnesk erfiljóð
til eftir Jón Þorkelsson skólameistara, ásamt fleiri tegundum tækifæriskvæða, og birt eru í
ævisögu hans (1910:267-367).
15 Upplýsingar um þetta má fá úr fieiri heimildum. Jón Helgason biskup segir t.d. frá því í bók
sinni um Hálfdan Einarsson skólameistara (1732-1785) að í efri bekkjum latínuskólans hafi
verið farið að kenna piltum „latneska bragliðafræði (prosodia) og að æfa pilta, er lengst voru
komnir, í latneskri versagjörð". Meistari Hálfdan ([1935]:61). í Lagagriplu lýsir séra Þor-
steinn Pétursson skólaiðkunum fyrir daga Harboes og nefnir m.a. „prosodia” (Æfisaga Jóns
Þorkelssonar I 1910:190).