Gripla - 01.01.2000, Page 134
132
GRIPLA
17. öld (Krummacher 1974:96 o.áfr.; Ström 1995:284 o.áfr.).18 Þessi rit gefa
mjög svipuð fyrirmæli um hverriig fjalla skuli um framliðna í bókmenntum,
enda byggja þau öll á klassískri mælskulist, þar sem kennt er hvemig eigi að
lofa eða lasta menn, genus demonstrativum. Líklegt er að íslenskir lærdóms-
menn hafi þekkt flest eða öll þessi rit sem hér hafa verið nefnd, eða önnur
sams konar rit, en heimildir um bókaeign íslendinga á 17. öld eru af fremur
skomum skammti.19 Að minnsta kosti þekkja íslensk erfiljóðaskáld þá hefð
sem á rætur að rekja til þessara rita og styðjast við þær reglur sem þar eru
settar fram þegar þau yrkja slík ljóð.
Þau klassísku rit sem eru talin helstu fyrirmyndir skáldskaparfræða á 16.
og 17. öld eru Institutio Oratoria eftir Quintilianus (111,7:465 o.áfr.) og
Rhetorica ad Herennium eftir óþekktan höfund (111,6:173 o.áfr.).20 I báðum
ritunum er mælt með því að byggja lof um hinn látna á ævisögu hans, en
einnig þeirri aðferð að leggja áherslu á sérstakar dygðir einstaklingsins.
Höfundur Ad Herennium nefnir þrjá frumþætti lofs til að nota þegar frægja á
ákveðinn einstakling: Ytri kringumstæður (í þeim felst t.d. ættemi, menntun,
ríkidæmi, völd, vinátta o.fl.); líkamleg einkenni (eins og framkoma, útlit og
heilsa); persónuleiki (hér er átt við dygðir einstaklingsins, eins og til dæmis
höfuðdygðirnar, forsjálni, hugprýði, hófsemi og réttsýni).21 I erfiljóðum 17.
aldar er einnig miðað við kristilegar dygðir eins og guðhræðslu, bænrækni,
mannúð og þolinmæði. Hér má nefna, sem dæmi um þá aðferð að leggja
áherslu á dygðir hins látna, kvæði séra Jóns Guðmundssonar í Hítardal eftir
18 Eitt af ritum Vossíusar hefur nýlega verið þýtt á sænsku: Gerhardus Johannes Vossius, Ele-
menta rhetorica eller Retorikens grunder (1990).
19 Heimildir um bókakost á Islandi eftir siðbreytingu er m.a. að finna í: Æfisögu Jóns Þorkels-
sonar (1910:196-97), en þar er listi yfir bækur sem voru í Skálholtsskóla árið 1753. Hörður
Agústsson hefur birt skrár yfir bækur dómkirkjunnar f Skálholti frá 16. öld og áfram og styðst
þar m.a. við íslenskt fornbréfasafn og skrár sem gerðar voru að tilhlutan Áma Magnússonar
og em varðveittar í AM 227 8vo (1992:285-356). Ekki em þessar bækur sem hér um ræðir í
þessum skrám en mælskufræði Melancthons er víða nefnd, og hefur verið hér kennd, en hún
er eitt af undirstöðuritum skáldskaparfræða á 17. öld. Ymis rit em einnig þekkt eftir Scaliger,
þó að þetta rit sé ekki beinlínis nefnt. Jón Ólafsson úr Grunnavík þekkir það þó eins og fram
kemur í ritgerð hans „Technopægnia" sem er varðveitt í handritinu AM 1028 4to og Margrét
Eggertsdóttir hefur nýlega gefið út í safni greina eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík undir
yfirskriftinni „Skáldanna leikaraverk" (1999:21-37). Ritgerð Gmnnvíkings var skrifuð fyrir
1741, sbr. Jón Helgason (1926:218).
20 Þess má geta hér að samkvæmt skrám yfir bækur Brynjólfs Sveinssonar biskups og Páls
Vídalíns lögmanns vom þessi rit til í eigu þeirra beggja, auk annarra rita um klassísk fræði og
skáldskap. Sjá Jón Helgason (1948:119-120 og 1983:22).
21 Latnesku orðin um höfuðdygðimar fjórar hafa verið þýdd á mismunandi vegu í íslenskum rit-
um. í „Um kostu og löstu“ eftir Alkuin heita þær ‘vitra’, ‘styrkt’, ‘hófsemi’ og ‘réttlæti’
(Þrjár þýdingar Iserðar 1989:156).