Gripla - 01.01.2000, Qupperneq 135
ERFILJÓÐ
133
konu sína, Guðríði Gísladóttur (d. 1620). Kvæðinu er skipt í nokkra kafla
undir fyrirsögnum dygða þeirra sem konuna prýddu: I guðhræðsla; II skírlífi;
III iðjusemi; IV lítillæti; V mildleiki; VI þolinmæði.22 Dygðir hins látna eru
ekki alltaf teknar fyrir svo kerfisbundið í kvæðunum en sum erfiljóð leggja
meiri áherslu á dygðir en önnur, þó að þær séu alltaf mikilvægur þáttur í lofi
um látinn mann.
Gott dæmi um að menn hafi þekkt þá klassísku aðferð að byggja lof um
látinn mann á ævisögu hans er uppskrift af kvæði Jóns Einarssonar konrekt-
ors um Þórð Þorláksson biskup (d. 1697) í handritinu Lbs 505 4to. Þar eru
efnisorð rituð á spássíu til hliðar við kvæðið og þar sem viðkomandi efni er
falið. Efnisorðin eru að mörgu leyti lýsandi fyrir hina ævisögulegu aðferð en
þau sýna einnig hvað í lífsferli manna þótti mikilvægt á þeim tíma sem
kvæðin voru ort. Þessi efnisorð skulu talin hér upp til glöggvunar á því efni
sem um er að ræða:
Fæðingin, uppfóstrið, stúdía í skólanum, dimmissio, missir föðurins,
siglingin, stúdía utanlands, afturkoma, skólameistaradæmi, sigling
önnur í Kaupenhöfn og þaðan í Þýskaland, stúdía í Wittemberg, reisur
í Þýskalandi, reisa til Frakklands, reisur um Frankaríki og þaðan til
Kaupenhafnar, magistri gradus, ordinatis, afturkoma, tekin ráð í Skál-
holti, hjónaband, lífsafkvæmi, umhyggja embættisins, prentverkið,
ölmusugimi, menntan og lærdómur, útvortis álit, kross og mótlæti,
þolinmæði, andlátið, ár hans biskupsdóms, andlátstíminn.23
Síðar í ritgerðinni verður nánar greint frá þeim atriðum af þessum sem þóttu
sérstaklega mikilvæg í samtímanum. í erfiljóðum 17. aldar voru nefnilega aðr-
ar áherslur en hjá hinum klassísku höfundum. Sjónum var t.a.m. sjaldan beint
að fæðingu hins liðna í erfiljóðum 17. aldar og atriði eins og föðurland og kyn-
ferði hurfu nánast (sbr. einnig lútherskar líkræður, sjá Kolb 1995:101).24 Þó að
22 I viðauka er skrá yfir öll erfiljóð sem nefnd eru í greininni og hvar þau er að finna. Þeim er
raðað í stafrófsröð eftir höfundum. Kvæði eftir ónafngreinda höfunda eru fremst.
23 Kvæðið er einnig að finna í handritunum Lbs 2095 8vo og Lbs 1255 8vo en í þeim eru efnis-
orð ekki skráð. Kári Bjamason og Sigurður Pétursson gáfu þetta erfiljóð út í ráðstefnuritinu
Frumkvöðull visinda og mennta (1998:295-312). Lögðu þeir 2095 til grundvallar en styðjast
við hitt þar sem 2095 hefur skemmst. Þeir nefna ekki Lbs 505 4to en orðamunur milli þess og
hinna er ekki mikill, þó em erindi 58 og 59 í öfugri röð í 505 miðað við hin tvö.
24 Hér er vert að geta þess að þessi klassísku áhrif á ævisöguþátt erfiljóða em alls ekki ný af nái-
inni á þessum tíma né heldur áhersla á höfuðdygðimar í ævisögu manna. Minna má t.d. á
helgisögur miðalda, einkanlega játarasögur (sjá Sverrir Tómasson 1983:133-136). Retórísk
einkenni í mannlýsingum má einnig finna í rímum (sjá Bergljót S. Kristjánsdóttir 1996:194
o.áfr.). Þá skal bent á líkpredikanir Péturs Palladíusar sem prentaðar vom aftan við leiðbein-