Gripla - 01.01.2000, Page 136
134
GRIPLA
erfiljóð séu sprottin upp úr hefð mælskufræðinnar eru þau engu að síður háð
stað og stund, eins og reyndar flestar bókmenntagreinar. Þessu lýsir bandaríski
bókmenntafræðingurinn Rosalie L. Colie vel í bók sinni The Resources of
Kind. Hún segir að sérhver höfundur skáldverks hafi fjölda hugtaka og hug-
mynda á takteinum sem hann tengir ákveðnum tegundum bókmennta. Höf-
undurinn lítur aftur til fyrirmynda úr bókmenntasögunni til að fara eftir eða
víkja frá við samningu skáldverks síns. En Colie bendir jafnframt á að sjónar-
hom höfundarins sé einnig bundið samtímanum. Hann er ekki aðeins flytjandi
ákveðinnar hefðar, heldur er það safn fyrirmynda sem hann notar mikilvægt
fyrir hann á þessum stað og þessari stundu (Colie 1973:30-31). Einnig ber að
hafa í huga að þótt skáldin hafi þessar reglur og aðferðir á valdi sínu, eða
þekki a.m.k. kveðskaparhefð erfiljóða, er vitaskuld einstaklingsbundið hvemig
unnið er úr hefðinni; hvaða efiiisþættir em valdir og hvernig grundvallarefnis-
þáttum er fléttað saman. í sumum kvæðum er lögð mikil áhersla á æviferil
hins látna, stundum er fjallað ítarlega um afkomendur og/eða foreldra, í öðmm
kvæðum skipta æviatriði minna máli og sjónum e.t.v. frekar beint að dygðum
hins látna eða lýsingu á því sem ástvinir og/eða landið allt hefur misst.
En þó að lof um hinn látna sé venjulega aðalatriði erfiljóða koma til fleiri
þættir sem máli skipta. Þýski fræðimaðurinn Hans Henrik Krummacher sýndi
fram á það í greininni „Das Barocke Epicedium“ (1974) að erfiljóð á barokk-
tímanum væm einkum fléttuð saman úr þremur efnisþáttum: Lofi (iaudatio’),
sorg (iamentatio’) og huggun ('consolatio’). Stundum væri einnig bætt við
atriðum eins og að tjá missinn sem varð við fráfall hins látna (’iacturae demon-
stratio’) og hvatningu eða áminningu til hinna sem eftir lifa um að taka hann
sér til fyrirmyndar (’exhortatio’) (Kmmmacher 1974:95 o.áfr.; sjá einnig
Ström 1995:284; Hardison 1962:122; Ridderstad 1990:28).25 Aðferðina rekur
Kmmmacher m.a. til bókar Scaligers, sem nefnd var hér að framan. Hér á eftir
verður sjónum einkum beint að þessum atriðum í erfiljóðum frá 17. öld en
önnur klassísk áhrif, svo sem orðfæri og stílbrögð, látin bíða betri tíma.
3. Lof um hinn látna
í þeim erfiljóðum sem hér eru lögð til gmndvallar er lofið fyrirferðarmest af
þeim þremur þáttum — lof, sorg, huggun — sem einkenna bókmenntagrein-
ingar um greftrun í handbók Marteins Einarssonar biskups árið 1555, Ein Kristilig handbog
... í þessum líkpredikunum sér fyrir ýmsum af þeint atriðum sem einkenna erfiljóðin. En
bókmenntagreinin erfiljóð í þessu formi verður vart til fyrr en á 17. öld.
Um formúlu Scaligers fyrir erfiljóðum má t.d. lesa hjá Hardison (1962:196-98).
25