Gripla - 01.01.2000, Síða 139
ERFILJÓÐ
137
Aðrar staðreyndir úr ævisögu hins látna, sem venjulega koma fyrir í ís-
lensku erfiljóðunum, eru t.d. hjónaband og nafn maka, bústaður, fjöldi bama
og starf hans. Ennfremur er algengt að flétta ártöl og aldur manna inn í kvæð-
in, t.d. fæðingar- og dánarár, aldur við lát og giftingu og hversu mörg ár hann
hafði verið í hjónabandi. Mörg þessara atriða má sjá í „lífssögu Þóru Jóns-
dóttur" (d. 1627), eftir séra Hálfdan Rafnsson á Undomfelli. Hún var alin upp
í Eyjafirði (5. er.), á Tjöm, Kristnesi og Grund var hún í níu ár (7. er.), fór þá
í vist í Skálholt þar sem hún var í önnur níu ár (8. er.), eða þangað til hún gift-
ist átján vetra gömul (11. er.); Páll Gíslason var eiginmaður hennar (10. er.);
hún eignaðist tvö böm sem bæði létust og dó sjálf frá hinu þriðja (11.-15.
er.); í tuttugasta og þriðja erindi er svo sagt frá dánarári hennar og aldri. I erfi-
ljóðinu urn Vigfús Gíslason sýslumann eftir Hannes Helgason er Vigfús
nefndur á nafn í 11. erindi, hann lærði í Kaupmannahöfn og Hollandi (17.
er.), varð skólameistari í Skálholti (19.-21. er.), síðan sýslumaður (24. er.),
fékk veitingu fyrir Ámessýslu, hálfu Rangárþingi og Vestmannaeyjum (26.
er.), kvæntist 27 ára gamall (27. er.), eignaðist tíu börn (28. er.), var veikur í
tvær vikur (38. er.) og dó 1647 (45. er.). Sum erfiljóð leggja enn meiri áherslu
á lífsferil mannsins og rekja hann nokkru nánar en hér hefur verið lýst. Nefna
má erfiljóð Guðbrands Jónssonar um föður sinn séra Jón Arason í Vatnsfirði
(d. 1673) og kvæði Páls Jónssonar Vídalíns um Þorleif Gíslason frá Hlíðar-
enda (d. 1677, kvæðið er ort 1696).
Oft er staðnæmst við ákveðin atriði í lífshlaupi manna og meira gert úr
þeim en öðram; hjónabandið var t.d. 17. aldar mönnum mjög mikilvægt. Fyr-
ir siðbreytingu var einlífi/hreinlífi talið það lífsform sem Guði væri þóknan-
legast. Göfugasta hlutverk kvenna var „hinnar hreinu meyjar" sem tengdist
engum nema Kristi. Marteinn Lúther gagnrýnir þetta viðhorf í grein sinni um
hjónabandið árið 1522 (1907:275-304). Hann leggur þar út af Mósebók 1:28
þar sem segir „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina ...“ á þann veg
að Guð hafi skapað mannskepnuna til þess að hún fjölgi sér. Karlinn og kon-
an séu sköpunarverk Guðs og samkvæmt Guðs orði er þeim áskapað að lifa
saman og uppfylla jörðina. Samkvæmt skilningi Lúthers hefur Guð sjálfur
fyrirskipað hjónabandið, komið eiginmanni og eiginkonu saman til þess að
eignast böm og annast þau.27 í erfiljóði Hálfdanar Rafnssonar um Þóru Jóns-
dóttur segir: „Pal Gijslason eg priidan tel ... hann vard niötandj dennar ...
Gud lagdj grundvóll þen«ann“ (10. er.) og í erfiljóði Þórðar Jónssonar um
ömmu sína Katrínu Erlendsdóttur (d. 1693) segir:
27
f prestahandbókinni Graduale 1594 má sjá sömu áherslur í kaflanum um hjónavígsluna (Am-
grímurjónsson 1992:274—75).