Gripla - 01.01.2000, Page 142
140
GRIPLA
son frá Káranesi segirí 13. erindi (II 1890:158): „fróm ektakvinnan elsku klár
/ og hann um sjö og þrjátíu’ ár / hjáskap með heiðri héldu“. Hjónabandið er
mikilvægt skeið í lífi manna; það er fyrirskipað af Guði og lýtur forsjónar
hans og blessunar. Það er jafnáberandi þáttur í erfiljóðum og umfjöllun um
starfsferil hins látna, en um hann verður betur fjallað í kaflanum um dygðir,
þar sem aðaláherslan er oftast á því hvemig hinn látni rækti starf sitt.
3.2 Dygðir
Erfiljóð mótast á þeim tíma þegar hugmyndir manna um líf og dauða markast
fyrst og fremst af lútherskum rétttrúnaði. Kenningar Marteins Lúthers um
sáluhjálp og köllun hins kristna manns hafa mikil áhrif á þá orðræðu sem fram
fer innan bókmenntagreinarinnar. Um fyrra atriðið verður nánar fjallað í kafl-
anum um huggun, en hið síðara tengist náið því þegar rætt er um dygðir hins
látna. Samkvæmt kennisetningu Lúthers hefur Guð „kallað" menn til ákveð-
inna „stétta" eða „standa’*.29 Stéttimar (stöndin) eru margar og margs kyns, t.d.
föður og móður, hjóna, vinnufólks, yfirvalds, presta o.s.frv. Hver stétt hefur
ákveðið hlutverk í samfélaginu og hver maður hefur skyldur og ábyrgð gagn-
vart Guði í samræmi við köllun sína og stéttir (Paul Althaus 1982:36-42).
Erfiljóðin fjalla að langmestu leyti um veraldleg og andleg yfirvöld og fjöl-
skyldur þeirra og því miðast dygðir hinna látnu, eins og þær eru settar fram í
erfiljóðunum, mest við embættisrækslu og veraldleg umsvif, sem þeir sinna
með „guðræknis hreinum sið“, eins og segir í 13. erindi erfiljóðs Hallgríms
Péturssonar (11 1890:152) um Áma Oddsson lögmann (d. 1665).
Köllunin kemur greinilega fram í kvæði séra Hallgríms Péturssonar um
Jón bartskera Sigurðarson, 14.-15. erindi (II 1890:158):
Bartskera dæmis mjúkleg mennt
mörgum frama var honum lént
Guðs er sú gáfan hreina;
alúð því lagði á það víst,
ómak og kostnað sparði sízt,
svo má þar satt um greina.
Komu því oft til Káraness
kvillaðir menn, og víst mun þess
minst verða lengi víða,
lækninga gaf þeim ljúfleg ráð,
29
Hér ber að athuga að hugtakið „stétt“ í hugmyndafræði siðbreytingarmanna er annað en
stéttarhugtak 20. aldar.