Gripla - 01.01.2000, Page 146
144
GRIPLA
so þc'gar sveinsin/iz gadj,
kiórþyng ad gaf tilbiijd best
og Barninu lucku spaadj (6. er.).
Um Eggert Bjömsson sýslumann segir í kvæði eftir óþekktan höfund:
fridsamM/-, högvær, hlijden//
ha/zn var á ungdöms tijd
0mæmur, skarpur, yden/;
Ord Drottens læra blijd. (5. er.)
Einnig er sagt að hegðan hans hafi verið slík frá æsku til elli: ‘Svo fram sinn
lifnað leiddi / ljúfur til ellidags’ (9. er.).
Mönnum er hrósað fyrir lífemi sitt frá æsku til elli (eða dauða) og fyrir
hegðun sem byggðist á ákveðnum dygðum. Hegðun og dygðir voru nokkuð
mismunandi eftir kynferði og þjóðfélagsstöðu, en þó skyldu menn rækja bæn-
ir og sýna guðsótta og þolinmæði, einkum í veikindum. Algengt var að hrósa
karlmönnum fyrir hógværð, hugprýði, réttsýni og lítillæti. I kvæðum séra
Guðmundar Erlendssonar um Bjöm Benediktsson sýslumann (d. 1617) og
Þorlák Skúlason biskup (d. 1656) var Björn „ungbö/ni rett / íirir utan prett /
alijkur ad lijtjlætj“ (5. er.) og Þorlákur „lijtilat///- sem liúfa Bam/z“ (11. er.).
Sömu dygða var ekki krafist af öllum, en kærleikur gagnvart náunganum
var æðri öllum dygðum. Góðgerðir, eins og að fæða svanga, svala þyrstum og
fyrirgefa óvinum sínum, voru merki um að maðurinn byggi yfir kristilegum
kærleika og ást til Guðs. Miklu skipti að koma vel fram gagnvart öðrum, svo
sem fjölskyldu, undirmönnum, nágrönnum og fátækum. Ámi Oddsson lög-
maður sýndi mikla mannúð í lifanda lífi, eins og fram kemur í kvæði Hall-
gríms Péturssonar eftir hann, 14. erindi (II 1890:152):
Hann var heimilismönnum
hógvær og stilltur mest,
góðgjarn næsta nágrönnum,
nauðstöddum reyndist bezt,
ættrækinn, ölmususamur
aumum, sem þurftu við,
gestrisinn, fremda framur,
fátækum sýndi lið.
Menn áttu að þjóna bæði Guði og náunganum. Gott dæmi um það er áttunda
erindi í kvæðinu um Jón bartskera eftir Hallgrím (II 1890:157):
Frá æskutíð til ellidags
ástundan hans var samaslags