Gripla - 01.01.2000, Page 148
146
GRIPLA
Hugmyndir kristinna manna um dauða og ódauðleika hafa verið breyting-
um undirorpnar gegnum tíðina, eins og rakið er í kenningum franska sagn-
fræðingsins Philippe Ariés. Hann heldur því fram að á síðmiðöldum fari
menn smám saman að líta á dauðann sem framhald lífsins á jörðinni. Síðasta
eldraunin, þar sem gott og illt barðist um sálu hins deyjandi manns, vék fyrir
þeirri hugmynd að dauðinn væri nálægur allt lífshlaupið og of seint væri að
fara að hugsa um hann á andlátsstundinni. Hvemig andlátið bar að gat gefið
vísbendingu um hvort maðurinn væri sáluhólpinn eða ekki. Dauðinn varð
þess vegna þýðingarmikið augnablik, mælikvarði á guðrækni einstaklingsins
frá vöggu til grafar (Ariés 1981:109, 300-301, sjá einnig Stein 1986:13-16).
Listin að deyja, ars moriendi, var efni í bækur sem áttu að kenna mönnum að
búa sig undir dauðann. Guðbrandur Þorláksson biskup þýddi eitt slíkt rit á
íslensku og gaf út árið 1611. Það var ritið Manuale. Þad er Handbokar
korn/Hu0rnenn Madur eige ad lifa Christelega og Deya Gudlega eftir Þjóð-
verjann Martin Moller.31 í formála bókarinnar segir að hið mikilvægasta sem
kristinn maður eigi að læra af Guðs orði felist í tveimur greinum, sem eru „að
lifa guðrækilega" og „að deyja kristilega“. Sjá má enduróm af þeim hug-
myndum sem settar eru fram í þessu riti í erfiljóðum 17. aldar.
Þýski guðfræðingurinn, Helmut Thielicke, hefur lýst hugmynd Lúthers
um samband lífs og dauða svo:
Þar sem dauðinn er dómur Guðs um líf okkar, þá endurspeglar hann
allt lífið sem er undanfari dauðans. Dauðinn er ekki endir lífsins held-
ur vitnisburður um það (Thielicke 1983:136; þýðing mín).
Þetta viðhorf leynir sér ekki í erfiljóði séra Hálfdanar Rafnssonar á Undom-
felli, sem hann orti eftir Þóru Jónsdóttur:
Farsæll er ejngin/i firrj mann
enn fær afgangin/z Gudlegan//
þö allan/i he/'mjn// eigi,
þv/ ma ej dæma um man/zjn/z firr,
mikjn/z þö hafi lucku byr,
en/z mætir daudadege. (L er-)
Mikið valt því á að fá hægt og sáluhjálparlegt andlát, eða sofna vel í Guði,
eins og segir í kvæðinu. Þá sannaðist endanlega hvort maðurinn væri sálu-
31
Margrét Eggertsdóttir hefur fjallað um þetta rit (1996:150-154). Það kom fyrst út árið 1611,
en var endurútgefið 1645, 1661, 1711 og 1753.