Gripla - 01.01.2000, Page 155
ERFILJÓÐ
153
Æruprydds Eggerts Bipms Sonar
ætijd blessadrar Minnijngar. (8.-10. er.)
Burtför hins látna frá „oss“ er hörmuð og ljóðmælanda sýnist nú myrkt af því
að Eggert er horfinn. Eftir lát Eggerts liggur nótt hryggðarinnar yfir „oss“ og
skýin byrgja sólina. Lesanda hefur þó verið sagt áður að þetta sé aðeins tíma-
bundið og eðlilegt ferli lífsins. ‘Sól eftir skúrir skín’ (7. er.) og ‘allt hvað á
nóttu felst og frýs / fagnandi lifnar við og rís’ (5. er.). Það er huggun að líf og
dauði skiptist á, að tilveran sé undirorpin stöðugri og eilífri hringrás. Þannig
sættir maðurinn sig við óumflýjanleg endalok lífsins, þ.e.a.s. með því að gera
þau að inngöngu til eilífs lífs. Náttúrulíkingin, sól/gleði — Eggert hér,
myrkur/sorg — Eggert horfinn, er tekin upp aftur í 33. erindi, ský dregur frá
sólu og hinn látni er nú í himnaríki.
Söknuður eftir Eggert er mikill eins og kemur fram aftur seinna í kvæð-
inu. Margir syrgja hann, en þeir syrgja sýslumanninn fremur en manninn
sjálfan:
Bardastranda má Sijsla sárt,
sitt þvi' ad miste forsvar klárt,
sijta med sorgarlát,
og bidia aptur Gud med grát
giefa þan/i hallde riett og mát.
Sveitemar bádar sudur og hier
Sands Rauda lydur hvad ber þier,
ei muntu skylia en/i,
Gud hvad þier gaf, og svipte sen/i,
Sorga máttu so heyre þad men/i.
Hvad kien/æmen/i þess kiæra manns
klpckver af sut meiga sakna ha/ins,
Abdias an/iar var,
vitna þad han/is velgiprdnijngar
sem vara munu án endijngar. (29.-31. er.)
íbúar Barðastrandarsýslu misstu forsvar sitt við lát Eggerts og þeir sakna em-
bættisrækslu hans og velgjöminga. Sorgin er almenn og beinist að þeim
skaða sem samfélagið hefur orðið fyrir við fráfall Eggerts en ekki að missi
eftirþreyjandi ástvina. Enda kemur í ljós að hægt er að fylla í skarðið: ‘og
biðja aftur Guð með grát / gefa þann haldi rétt og mát.’ Þetta sýnir enn betur
að hér er ekki verið að syrgja á persónulegan hátt lát ákveðins einstaklings,
heldur er verið að draga upp sameiginlega sorg sýslunnar.
Sömu viðhorf má einnig sjá í kvæði séra Guðmundar Erlendssonar eftir