Gripla - 01.01.2000, Page 156
154
GRIPLA
Þorlák Skúlason biskup. Það hefst á harmakveini: „Auvij, Auvij, vort auma
lan/id / ad þn/ nii sækir hrygda g/an/;d ... þar ed vor drottin/i t/7 sijn tök /
Thorlák Biskup, sem prijz þuj jök.“ Landið líður fyrir missi biskupsins og
þjóðin harmar: „Auvij, oss hittj sorgin/; sár“ (2. er.), „Opt má þoc/ hryggia oss
med san/; / ad \ær lietum/z; so dijran/; mann“ (3. er.). Einnig hér, eins og í
erfiljóði Eggerts Bjömssonar, er Guð beðinn um að bæta mannskaðann og
gefa þjóðinni nýjan yfirmann: „komj Nii gud med gödan/; man/; / og giefi oss
fyrir þen/;an/;“ (15. er.). Þorlákur er í kvæðinu sameign landsmanna; þeir
missa framúrskarandi embættismann við burtför hans. Sál Þorláks Skúlasonar
er komin til himnarrkis en biskupinn er hægt að endurheimta í öðrum ein-
staklingi.
Eðlilegt er að láta í ljósi sorg og söknuð í kvæði sem ort er eftir látinn
mann. Eitt af markmiðum kvæðagreinarinnar er þó að fá þá sem eftir lifa til
þess að hætta að syrgja og sætta sig við missinn. Það er gert með ýmsum
hætti í erfiljóðum 17. aldar. Mörg huggunarþemu sem í þeim finnast eru ætt-
uð frá hinum klassísku mælskufræðingum, en hafa þó á sér kristilegt yfir-
bragð. Hér er um að ræða atriði eins og: Hann er ekki dáinn í raun og veru;
dauðinn er óumflýjanlegur; hann hlaut góðan dauðdaga; lífið er lán, dauðinn
er skuld; hinir góðu deyja ungir; hann var of góður fyrir okkur; hann dó
vegna synda okkar (sjá t.d. Bennett 1954:116 o.áfr.).
I erfiljóði séra Hallgríms Péturssonar um Árna Oddsson lögmann, 2.-3.
erindi, sést hugmyndin um að dauðinn sé óumflýjanlegur; allir eigi einhvem
tíma að deyja (II 1890:149):
Dauðinn er dapurlegur ...
víst því að ævin þver,
hann ganga herrar, sveinar,
höfðingjar, almúgenn,
kvinnur sem meyjar klénar,
kóngar sem undirmenn.
Þó verði þann veginn þröngva
víkja Guðs bömin trú,
þau hræðast hættu öngva,
huggun þeirra er sú:
heljar brodd braut og eyddi
beiskleik öllum dauðans
Jesús, og lýð sinn leiddi
til lífsins úr valdi hans.
Menn eiga þó ekki að hræðast dauðann, „Hvorki þarf hel né dauða / hræðast
rétttrúuð önd“ (4. er.), því að Jesú bjargar þeim frá honum.
Friðþægingarkenningin er einn algengasti efnisþáttur kvæðanna — mað-