Gripla - 01.01.2000, Page 157
ERFILJÓÐ
155
urinn öðlast ekki sáluhjálp fyrir eigin tilverknað eða verðleika, heldur einung-
is fyrir Guðs náð og trú á fómardauða Krists, eða eins og segir í orðum Páls
í Rómverjabréfi 1:17, sem hljóma þannig í þýðingu Odds Gottskálkssonar
(1540):
af því að þar opinberast inni það réttlæti sem Guðs er, hvert að kemur
út af trúnni í trúna, svo sem skrifað er, það réttlátur muni afsinni trú
lifa (skáletrun mín).33
Þetta kristallast í erfiljóði séra Hallgríms Péturssonar um Jón bartskera Sig-
urðarson, 1.-2. erindi (II 1890:155):
réttlátir munu svo sem sól,
sú eð uppljómar veraldar ból,
skært í Guðs ríki skína.
Réttlátir eru efalaust
allir sem setja von og traust
á Jesúm Krist alleina,
því hans úthelta blessað blóð
burt hreinsar þeirra synda móð,
orð Guðs sem glögt um greina.
Á þetta atriði er mikil áhersla lögð í eifiljóðum frá 17. öld og er mjög algengt
stflbragð að nota ýmsar umritanir fyrir blóð Krists sem tákn friðþægingarinnar.
í erfiljóði Páls Vídalíns lögmanns eftir Þorleif Gíslason frá Hlíðarenda,
sem andaðist þegar hann var á 19. ári, er sagt að Guð hafi tekið hann til sín
svo að hann losnaði við þann mótgang og þá mæðu sem fylgir lífinu á jörð-
inni: „so han/7 ei skyllde mædast meir / af mötgange nie krossburdar reyr“
(37. er.). Mennimir þjást í jarðvistinni og því ber það vitni um elsku Guðs
þegar þeir losna undan þeirri þjáningu og komast í eilífa sælu himnaríkis.
Þetta er algengt minni í erfiljóðum sem ort voru eftir ungar manneskjur. I ljóði
sem séra Jón Arason í Vatnsfirði orti eftir Daða og Ragnheiði Eggertsböm (d.
1664) „Huor Gud kallade til sin/7a nada aa Skarde a Skardsstr0nd“ segir:
Gude hafa þau gediast
og giæsku hanns, þe/'ra æska,
brádlega hefur þui hiedan/7
33 Kenningar Lúthers varðandi sáluhjálp er aðallega að finna í Um frelsi krístins manns frá 1520
(1897:20-38) og Um hinn þrælbundna vilja frá 1525 (1908:600-787). Hér er einnig stuðst
við túlkanir ýmissa fræðimanna á kenningum Lúthers, t.a.m. Hans J. Hillerbrand (1973); Har-
old J. Grimm (1973); Geoffrey W. Bromiley (1978:210-13, 229-31, 242—45).