Gripla - 01.01.2000, Page 159
ERFILJÓÐ
157
Þetta er algengasta form huggunar í erfiljóðum. Syrgjendur eiga að gleðjast yf-
ir því að hinn burtfami sé nú hjá Guði og trúa því að þar muni þeir sjá hann
aftur.
Enn önnur huggunaratriði, sem koma fyrir í 17. aldar erfiljóðum, eru að
dauðinn sé vilji Guðs, „vilia Gudz ad megna a mötj / madur kan« einnginn
jórdu á“ (27. er.) segir í erfiljóði Guðmundar Erlendssonar um Olaf Jónsson
klausturhaldara á Möðruvöllum. Einnig að heimurinn sé vondur og lífið
mæðusamt og því sé sá heppinn sem fái að deyja og fara til himna, eins og
segir í erfiljóðinu um Bjöm Benediktsson eftir séra Guðmund Erlendsson:
Heimwr med ergi elldist frekt
athæfi ha/mz er furdulegt,
ejddur er allra dáda;
heppin/t æ er
sa hiedan fer
himnarijkis til náda. (25. er.)
Þó að hér hafi verið fjallað sérstaklega um hvem hinna þriggja þátta erfiljóða,
lof, sorg og huggun, em þeir yfirleitt ekki skýrt afmarkaðir í einstökum kvæð-
um. Oft fléttast þeir saman á ýmsa vegu og einnig má segja að þeir geti á
margan hátt staðið hver fyrir annan. Þannig getur lof vakið sorgartilfinningu,
menn hljóta að sakna manns sem hafði verið svo dygðum prýddur. Einnig má
líta á lofið sem huggun fyrir ástvini hins látna; fyrirmyndarmaðurinn er að
öllum líkindum hólpinn. Góður dauðdagi getur sömuleiðis haft tvenns konar
merkingu. Hann merkir annars vegar að hinn látni hafi verið góður maður og
guðhræddur (lof) og hins vegar að hann sé hólpinn (huggun). Aðferðin er
fengin úr ritum húmanista um skáldskaparfræði frá 16. og 17. öld, sem eiga
sér rætur í klassískum bókmenntum Grikkja og Rómverja, en hug-
myndafræðin og niðurstaðan er kristin.
5. Bæn fyrir hinum sem eftir lifa
Hvatning (‘exhortatio’) til ástvina hins látna, eða annarra sem kvæðið læsu, um
að taka hann sér til fyrirmyndar, er stundum sett fram í íslenskum erfiljóðum
17. aldar. í erfiljóði Bjama Gissurarsonar um Guðnýju Pálsdóttur segir t.d.:
„Jhuge bomin blijdu / burtfarinz Suanna / hennar a huorja sijdu / höpin/z
dygdan/;a/halldid þe/m ferle frijdum ...“ (19. er.). Um Bjöm Einarsson segir
sami höfundur: „Late siskyn þess liufa man//z / lofflegar jafnan dygder hanz
/ hja sier hugstædar vera ...“ (16. er.). Séra Jón Arason í Vatnsfirði segir í
kvæði um Ragnheiði Eggertsdóttur, ömmu sína: „Vær sem epter erumw; ...