Gripla - 01.01.2000, Side 160
158
GRIPLA
betrumw; lifnad ljötan;; / latumw; oss sijnder gráta ...“(18. er.). Miklu oftar er
hvatningin þó í formi bænar til Guðs fyrir foreldrum, bömum, systkinum eða
eftirlifandi maka, og stundum reyndar einnig fyrir ljóðmælanda sjálfum. Með
bæn eru menn hvattir til að íhuga eigin dauða og undirbúa hann. I handbók-
um presta frá 16. og 17. öld er mikil áhersla lögð á þetta atriði þegar rætt er
um jarðarfarir. Þannig segir í Graduale (1594): „Þa Lijk kemur til Kirkiu þa
sie jnnborid epter veniu. Og sie hringt, ei fyrer hinum Dauda, helldur ad vpp-
vekia þa enu lifondu.1134 Jarðarförin var áminning um eigin dauða þeirra sem
fylgdu hinum látna til grafar. I stað fyrirbæna fyrir hinum látnu í erfiljóðunum
kemur þá bæn fyrir þeim sem eftir lifa, enda hafði aðalboðskapur siðbreyt-
ingarmanna verið sá að hinn kristni maður öðlaðist ekki sáluhjálp nema fyrir
trúna eina saman. Fyrirbænir fyrir lámum og sálumessur lögðust því af meðal
lútherstrúarmanna.35 Afar algengt er í íslenskum erfiljóðum að slík bæn sé í
kvæðislok. Síðustu tvö erindi erfiljóðs séra Hálfdanar Rafnssonar um Þóru
Jónsdóttur hljóma þannig:
Lattu oss, Drottjn/;, lifa sem ber
og lenda so j dyrd hia þier,
oss styr þu ollum sama/;,
ad hie/' þá þrytur harmavist
hreppa mættu//; firir Jesum christ
Eilijft lijf med þier, Amen.
Amen, Amen, Gud gefi þad
ad giætum þesíu dæmj nád
og Blessadra Gudz bama,
siá til Drottjn/; eg sofni hægt
af sálu mjn/íj gröm sie fægt,
Amen, þad þigg eg giama. (31.-32. er.)
Bænin er í fyrstu fyrir ástvinum Þóru, og mönnum almennt, að þeir ástundi
gott lífemi og hreppi eilíft líf. Hún verður síðan sértækari, ljóðmælandi biður
um hjálp í fyrstu persónu eintölu og með ákveðnari tilmælum til Drottins: ‘sjá
til Drottinn ég sofni hægt.’ Bænin verður því persónulegri í síðasta hlutanum
34 Tekið úr riti Amgríms Jónssonar, Fyrstu handbækur presta á íslandi eftir siðbót (1992:276).
35 Viðhorf Guðbrands biskups Þorlákssonar fer ekki á milli mála í Prestastefnusamþykkt hans
frá 1579: „fyrirbón fyrir framliðnum burt rekin úr handbókum". Alþingisbækur Islands I
(1912-1914:402). Svipað má lesa í klausu um kirkjugarða í íslenskri þýðingu á Vísitazíubók
Péturs Palladíusar Sjálandsbiskups, sem Magnús Már Lámsson (1967:11-12) eignar Ólafi
biskupi Hjaltasyni (d. 1569):
Þar em menn áminntir um að hirða vel um kirkjugarða, svo að fólk hafi lyst um garðinn að
ganga með réttri minningu og siðsemd og til leiða sinna foreldra, ekki til að biðja fyrir
þeim, guð sé lofaður ... heldur að þú hugleiðir hjá þeirra leiðum að þú skalt og líka deyja.