Gripla - 01.01.2000, Page 161
ERFILJÓÐ
159
og veldur ákallið, endurtekningin í upphafslínu síðasta erindisins, þeim
hughrifum að nálgast geðshræringu: „Amen, Amen, Guð gefi það.“ Síðasta
ljóðlína kvæðisins, „Amen, það þigg ég gjarna", lægir öldumar og tjáir
auðmýkt Ijóðmælanda gagnvart ákvörðun Guðs.
Hinn framliðni þarfnast ekki bæna vina og vandamanna. Þeir eru sann-
færðir (eða eiga a.m.k. að vera það) um afdrif sálar hans: „Nú lifer í lifande
manr/a / loflegu Bindine / komenn i sælu san/za / Saal han//s fraa eymdin//e“
(21. er.) segir í erfiljóði séra Jóns Eyjólfssonar eftir Hallgrím Halldórsson lög-
réttumann, og næsta erindi á eftir endar þannig: „góda ró haunum nú gefur /
Gud um allar allder“ (22. er.). Þá kemur heillaósk til ástvinanna og Guð er
beðinn um að leiða þá gegnum lífið og opna fyrir þeim dyr himnaríkis. í síð-
ustu þremur erindum kvæðisins kveður við annan tón og persónulegri,
skáldið snýr sér að umhugsun um eigið líf og dauða:
Være skylldt mier ad min/zaz
mitt líf ad skam/?/vin/it er
daglega dæmin fin//az
daudin/z ei feilar sier,
huggun þaa hef eg eina
hlýtur mín Saal lifs grid,
míns Jesu Hpndin hreina
hen/ze þaa tekur vid. (24. er.)
Kvæðið er, eins og fyrirsögn bendir til, um „kristilega burtför af þessum
heimi og gleðilega innleiðslu til himneskrar dýrðar sælu þess æruverðuga,
göfuga og velvísa höfðingsmanns“ en hér brýst fram ótti mannsins við eigin
dauða, sem ætíð býr undir niðri. Dauðinn er alltaf nálægur og getur slegið
„mitt líf ‘ hvenær sem er. Eina huggunin er sú vissa að Jesú taki við sálinni.
Man/z þan/z maa sælan/z segia
soddan/z fær tignarveg
í drottne naaer ad deyia,
daglega þvz bid eg:
i' þier mig lifa lýster
lífs þaa dvín hiervistin,
unn mier O, Jesu Christe,
í þier deyia, Amen. (25. er.)
Sá er sæll sem deyr í Drottni — þannig vill ljóðmælandi deyja því að hann
langar að lifa í Kristi eftir að hérvistinni lýkur. Hann ávarpar Jesú beint og
biður um að fá að deyja í honum. Bænarávarpið verður innilegra og áhrifa-
meira með því að sagnliður setningarinnar, unn mér, kemur á undan frumlag-
inu og leggur sérstaka áherslu á bænina og einnig vegna upphrópunarinnar: