Gripla - 01.01.2000, Page 162
160
GRIPLA
Amen, eg aptur in/ie
O! Jesu, Herra kiær,
gief þú eg glede finne
þaa gengur mier daudinn nær;
0nd mín þaa enn þig príse
andlaate ad komen/i,
eg so upp aptur ríse
til eylífs lífs, Amen. (26. er.)
Endurtekning bænarinnar gerir hana innvirðulegri og amenið í lok beggja er-
indanna og upphafi síðasta erindisins gefur til kynna að mikið búi undir.
Ljóðmælandi biður Jesú um að gefa sér góðan dauðdaga svo að hann rísi aft-
ur upp til eilífs lífs.
I etfiljóðunum er Guð beðinn um að veita mönnum að lifa vel og að deyja
vel. Bænin er ýmist fyrir ljóðmælanda, ástvinum hins látna eða almennt þeim
sem eftir lifa. „Oss gef, Guð, af að þreyja“, segir Hallgrímur Pétursson í loka-
erindi kvæðis síns eftir Ama Oddsson lögmann (II 1890:155);
allar hörmungar nú,
síðan sofna og deyja
sætlega í réttri trú,
svo hver fagnandi finni
frændur og vini igjen,
hjá hægri hendi þinni,
herra Jesús, amen.
í erfiljóði um Eggert Bjömsson eftir óþekktan höfund birtist sama hugsunin:
Gödan/i oss afgang gefe,
Gud, fyrer Jesum Christ,
og so Jn/ifarar leife
J eilijfa dijrdarvist,
leyster af 0lhwi eymdum
Einglan/ia filkijng hiá,
sijngium ad Sorgum gleymdn/?!
sætast Halelujah. (19. er.)
Hér er beðið um góðan dauðdaga og þar á eftir inngöngu í dýrðina. Um leið
er minnt á að það var fyrir Jesú Krist sem menn öðluðust von um vist í
himnaríki. Eggert Bjömsson er þar, eins og sýnt var í kvæðinu, en „við“ emm
enn í eymd jarðneska lífsins og fyrir „oss“ þarf að biðja Guð um náð. Loka-
orð kvæðanna, sem em oftast í formi bænar en stundum í formi hvatningar til
lesenda (áheyrenda) um að fylgja dæmi hins látna, em til þess ætluð að hvetja
menn til að íhuga dauða sinn og undirbúa sig undir hann.