Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 163
ERFILJÓÐ
161
6. „Æfiminning" Ólafs Jónssonar
Ólafur Jónsson klausturhaldari á Möðruvöllum var sonur Jóns refs Sigurðs-
sonar í Búðardal og konu hans Margrétar Eiríksdóttur í Ásgarði. Kona Ólafs
var Þórunn eldri, dóttir Benedikts ríka Halldórssonar. Áður en Ólafur varð
klausturhaldari á Möðruvöllum hafði hann farið utan og verið um tíma sveinn
Enevolds Kruses, síðar hirðstjóra, og eftir að heim kom varð hann umboðs-
maður á Bessastöðum en fékk Möðruvallaklaustur árið 1605, og tók þar við
af tengdaföður sínum, Benedikt ríka Halldórssyni (Bogi Benediktsson 1881:
80-81; 222-27). Ólafur lést árið 1621 samkvæmt kvæðinu36 en séra Guð-
mundur Erlendsson var prestur í Möðruvallaklaustursprestakalli 1619-1621
og í Glæsibæ í Eyjafirði til 1631. Hann hefur því væntanlega verið handgeng-
inn Möðruvallamönnum, eða a.m.k. viljað koma sér vel við þá, enda yrkir
hann ekki aðeins eftir Ólaf, heldur einnig konu hans, Þórunni, sem lést 1628,
og bróður hennar, Bjöm Benediktsson sem lést árið 1617. Árið 1617 er Guð-
mundur Erlendsson djákni á Þingeyrum, en þar voru Páll sýslumaður Guð-
brandsson og Sigríður kona hans sem var dóttir Bjöms. Líkur eru einnig til
þess að Guðmundur hafi ort erfiljóð eftir Pál Guðbrandsson (sjá skrá yfir erfi-
ljóð hér á eftir) og hann orti kvæði um Benedikt son Páls (Tyrkjaránið á Is-
landi 1627 1906-1909:455-463). í erfiljóðinu eftir Þórunni talar skáldið til
sona hennar og annarra afkomenda og biður þá að forláta ljóðasmíð sína.
Erfiljóðið um Ólaf Jónsson klausturhaldara hefst á sorgarþætti með hug-
leiðingu um hversu hverfult og fallvalt lífið sé; jarðneskt líf er eins og hey á
velli (1. er.); gras visnar skjótt þegar það er skorið (2. er.); lífið líður eins og
skuggi eða draumur manns (3. er.) og fyrir öllum á að liggja að leggjast í
þann dauðra krans (3. er.). En huggunin er ekki fjarri og í 4. erindi kemur í
ljós að sá sem sofnar sætt í Drottni fær bót harma sinna (þ.e. jarðlífsins). Þetta
er endurtekið í 5. erindi, þar sem segir að sá megi hrósa sigri í lífsins sal (þ.e.
himnaríki) sem deyr guðrækilega. Strax í fyrirsögn erfiljóðsins um Ólaf er
lesandinn búinn undir að hann hafi dáið á guðrækilegan hátt; hann sofnaði í
Drottni:
Æfe minnijng þess heidurzverduga og nafnkunnuga hpfdijnngz
mannz, Öláfs B(onda) Jönz sonar, hupr ad sofnade j drottni, þann 13.
Martj 1621, a Módruvpllumm j Hprgardal.
Erfiljóðið hverfist um andlátsstund Ólafs. Þó að lesendum sé lofað í fyrirsögn
að á eftir fari æviminning Ólafs og látið að því liggja í 9. erindi, á eftir sorgar-
36 Boga Benediktssyni og Páli Eggerti virðist ekki hafa verið kunnugt dánarár Ólafs, því að það
kemur hvorki fram í Sýslumannaæfum né Islenzkum æviskrám.