Gripla - 01.01.2000, Qupperneq 164
162
GRIPLA
og huggunarþætti kvæðisins, að nú eigi að mæra hann með lofi, fer í reynd
næsta lítið fyrir lýsingu á æviferli hans. Hún er aðeins um það bil fimm erindi
af 39 erindum kvæðisins; mjög hratt er farið yfir sögu þar til komið er að
aðalefni erfiljóðsins, dauðastundinni. I 10.-12. erindi er greint frá því að
guðsótti og aðrar dygðir hefðu prýtt Olaf; hann væri kominn af göfugu kyni,
lærður og framaður í öðrum löndum. Skáldið gerir sér engan mat úr starfi Ól-
afs, hvemig hann sinnti því og hverju hann hefði afrekað, en staðnæmist þó
við hjónaband hans. I 13.-14. erindi er fjallað um hjónabandið og þar kemur
fram hvort tveggja, sem farið var í hér að framan, að Guð hafi tengt þau sam-
an, Ólaf og Þórunni, og að hún hafi bætt ráð hans; maðurinn er ekki heill
nema hafa maka sér við hlið. Þá hefjast lýsingar á veikindum og andláti Ólafs
og ná þær frá 15. erindi til þess 35., eða 21 erindi alls. I þessum kafla birtast
flest þau efnisatriði sem venja er að nota í lýsingum á andláti manna í erfi-
ljóðunum: Hinn látni var þolinmóður í veikindum sínum, sýndi guðrækni og
las bænir, lét einnig predika yfir sér þótt hann kæmist ekki til kirkju vegna
veikindanna, meðtók sakramenti og bjó sig vel undir að skilja við heiminn og
hverfa til hins betri staðar, því að ‘ævisetur komið fann’ (22. er.). Allt þetta
gefur fyrirheit um að Ólafur sé í hópi útvalinna. 23.-28. erindi em eins konar
millikafli, þar sem lýst er veikindum Ólafs allt til þess er hann gefur upp and-
ann. Þar er Ólafur þó látinn gera upp við lífið, gefa aumum ölmusu, fyrirgefa
óvildarmönnum sínum og loks gefa ástvinum holl ráð og kveðja þá.
Dauðastundin er oft um leið kveðjustund, þar sem hinn deyjandi maður
kveður sína nánustu og ámar þeim heilla. Þetta þema er ekki jafnalgengt og
lýsing á andlátinu sjálfu en kemur þó oft fyrir í erfiljóðunum. Síðasta kveðja
til hinna nánustu er aldagamalt minni í bókmenntum um leið og hún er eðli-
legur siður í samfélagi þar sem dauðastríðið fór fram innan veggja heimilis-
ins, mitt á meðal vina og vandamanna. Hér hefur skáldið fyrir sér bókmennta-
lega fyrirmynd og beinlínis vitnar til hennar. Dregin er upp mynd af föðurn-
um, höfði fjölskyldunnar, sem uppfræðir synina og veitir þeim blessun sína.
Fyrirmyndin er í fyrstu Mósebók 49.1-37, þar sem Jakob leggur sonum sín-
um ráð og blessar þá á dauðastund sinni. Kveðjuorðin, og sú vitneskja um
yfirvofandi andlát sem tengist þeim oft, sýna að einstaklingurinn er sáttur við
viðskilnaðinn við þetta líf. Þau má um leið túlka sem vitnisburð um velþókn-
un Guðs og þar með að hinn látni sé að öllum líkindum hólpinn.
Frá andláti Ólafs segir í sjö erindum, frá 29. til þess 35. Sagt er frá því að
hinn deyjandi maður ákalli heilaga þrenningu og beini svo orðum sínum til
lausnarans eingöngu, með beiðni um náð og miskunn sér til handa. Fram að
þessu hefur ljóðmælandi talað í þriðju persónu en nú skiptir um og hinn deyj-
andi maður fær orðið (31.-34. er.). Hér birtist trúarleg togstreita — maðurinn
er ekki viss um sáluhjálp sína — hann er auðmjúkur og ákallið til Drottins