Gripla - 01.01.2000, Page 166
164
GRIPLA
frumlegum hugmyndum (Beutin o.fl. 1993:122; sbr. einnig Jón Ólafsson
1996:53-54). Eftirlíking merkti hér að nota bókmenntir sem fyrirmyndir; að
taka sér fornan (eða mikilsmetinn) skáldskap til fyrirmyndar á sem áhrifarík-
astan hátt. Skáldskapur erfiljóðaskálda var lærður og krafðist þekkingar (lær-
dóms) bæði hjá skáldum og lesendum. Sérkenni hvers skálds fólst í vali á efni
innan hefðarinnar og framsetningar þess. Tilgangur skáldskaparins var m.a.
að kenna mönnum (t.d. ákveðna hegðun), gleðja menn, sannfæra þá um eitt-
hvert málefni eða breyta viðhorfi þeirra til þess, enda hafa margir bent á fé-
lagsleg einkenni skáldskapar frá 17. öld (t.d. Beutin o.fl. 1993:111 og Hardi-
son 1962:108). Retónskt markmið erfiljóðanna er að breyta sorg í fögnuð; að
fá menn til að sætta sig við missi ástvinar eða annarra sem mikilvægir höfðu
verið í lífi þeirra og gleðjast yfir því að vita af þeim á hinum betri stað. Að-
ferðin sem notuð er til þess að ná þessu markmiði á rætur í klassískri mælsku-
fræði Grikkja og Rómverja, þar sem tjallað er um tækifærisræður, en 16. og
17. aldar húmanistar eins og Scaliger, Pontanus, Vossius og Opitz setja hana
fram í skáldskaparfræðum sínum. Akveðin æviatriði hins látna eru dregin
fram og lof borið á persónu hans, einkum í ljósi kristilegra dygða og mannúð-
ar. Hann er syrgður og missir hans fyrir ástvini, hérað eða land harmaður. Oft
er andlátsstund hans lýst í smáatriðum og stendur þá fyrir líf hans og lífemi í
hnotskum. Syrgjendur eru huggaðir um leið og þeir eru fengnir til þess að
íhuga eigið líf og dauða. Að lokum er Guð beðinn um að líta til þeirra með
velþóknun og leyfa þeim að hafna í sama stað og hinn burtfami ástvinur.
Erfiljóðin voru mikilvæg fyrir 17. aldar menn, það sýnir fjöldi þeirra
kvæða sem til eru frá þeim tíma og sú staðreynd að öll helstu skáld aldarinn-
ar ortu erfiljóð. I þeim birtist í senn hugmyndaheimur lútherstrúarmanna og
áhrif frá klassískum mælskulistar- og bókmenntahefðum. Erfiljóðin eiga upp-
tök sín í endurreisn klassískra fræða og bókmennta. Þau sækja efni, byggingu
og stíl að einhverju leyti til klassískrar mælskulistar og húmanískra fræða, en
orðræða erfiljóðanna og hlutverk þeirra tengist hugmyndum lútherstrúar-
manna um sáluhjálp. I erfiljóðunum birtist ákveðin heimsmynd sem líf hinna
látnu fellur að og þá einnig líf hinna sem eftir eru. Fyrirmyndarmanninum er
lýst, manninum sem iðkaði Guðs orð og var trúr köllun sinni, manninum sem
er hólpinn. Að þessu leyti fólu erfiljóðin í sér siðferðislega innrætingu, sem
bæði var trúarlegs og félagslegs eðlis. Með erfiljóðunum er verið að sannfæra
syrgjendur um að hinir látnu séu komnir til Paradísar, þar sem þeir (syrgj-
endur) muni væntanlega hitta þá síðar; um leið er hinum látnu reistur verðug-
ur minnisvarði. I Ijósi þess að hér er um að ræða bókmenntagrein sem tilheyr-
ir að mestu leyti stétt klerka og embættismanna, er ekki fráleitt að gera því
skóna að með henni sé verið að staðfesta sjálfsmynd þessa þjóðfélagshóps.