Gripla - 01.01.2000, Síða 174
172
GRIPLA
2. VIÐAUKI: SKRÁ UM ERFILJÓÐ
1. Óþekktur höfundur orti eftir Eggert Bjömsson (1612-1681), sýslumann á
Skarði. ÍBR 87 4to, bls. 265-269.
2. Óþekktur höfundur orti eftir Gísla Hákonarson (1583-1631), lögmann í Bræðra-
tungu. Lbs 2388 4to, bls. 20-23. Einnig í Lbs 1158 8vo.
3. Óþekktur höfundur orti eftir Pál Guðbrandsson (1573-1621), sýslumann í Húna-
þingi og staðarhaldara á Þingeyraklaustri. Lbs 2388 4to, bls. 17-20.
Höfundur er ekki nefndur í handritinu en á undan þessu ljóði fara tvö erfiljóð
sem séra Guðmundur Erlendsson (um 1595-1670) í Felli í Sléttuhlíð hefur
ort. Hugsanlegt er að séra Guðmundur sé höfundur þessa erfiljóðs. Hann var
djákn á Þingeyrum í nokkur ár og lenti þá í bameignarbroti. Guðbrandur bisk-
up tók mjúklega á málinu og um það fóru bréfaskipti milli hans og Páls son-
ar hans (Páll Eggert Ólason 1926:756—57). Gætu eftirfarandi ljóðlínur vísað til
þessarar linkindar: „stýrði vegsamur virðum / víslega þar í sýslu / lög með
ljúfum huga / lét ganga óstrangur-1 (19. er.) og í 22. erindi segir að „prestum
var þó bestur". Ennfremur bendir 21. erindi til þess að höfundur og Púll hafi
þekkst vel: „Honum ég má vel muna / margt það tala ég af hjarta / gott sem
vel mér veitti" og í 16. erindi kemur fram að höfundur hefur dvalið þar
„vestra": „Víst man ég að vestra".
4. Séra Bjami Gissurarson í Þingmúla (1621-1712) orti eftir Bjöm Einarsson (d.
167?).38 Thott 473 4to, bl. 46v-48r. Hér er um eiginhandarrit séra Bjama að ræða.
5. Séra Bjarni Gissurarson orti eftir Guðnýju Pálsdóttur (d. 1683) á Kálfafelli. Thott
473 4to, bl. 46r-46v.
6. Séra Guðbrandur Jónsson (1641-1690) í Vatnsfirði orti eftir föður sinn, séra Jón
Arason (1606-1673). AM 102 8vo, bl. 25r-31r.
7. Séra Guðmundur Erlendsson (um 1595-1670) í Felli í Sléttuhlíð orti eftir Bene-
dikt Pálsson á Möðruvöllum í Hörgárdal (d. 1664). Hluti úr kvæðinu er prentaður
í Tyrkjaráninu á íslandi 1627 (1906— 1909:455—463) eftir ÍB 584 8vo. Þetta kvæði
er ekki í Gígju.
8. Séra Guðmundur Erlendsson orti eftir Björn Benediktsson (1561-1617), sýslu-
mann í Vaðlaþingi. Lbs 2388 4to, bls. 13-14.
9. Séra Guðmundur Erlendsson orti eftir Margréti Skúladóttur, móður sína (d. 1638).
JS 232 4to, bl. 540r-542v.
Erfiljóðið er í kvæðabók séra Guðmundar, Gígju, en aftast í bókinni, aftan við
kvæði sonar hans, Jóns. í fljótu bragði má ætla að séra Jón hafi ort Ijóðið því
í fyrirsögn er sagt: „An/ídláts min/njng Min/iar sælu og sálugu aum//iu“, en þá
ber að minnast þess að það var annar sonur Guðmundar, Skúli, sem skrifaði
upp bókina og er þá fyrirsögnin eftir hann. Kvæðið ber með sér að vera ort af
syni Margrétar en ekki sonarsyni (sbr. erindi 13 og 14) og í fyrirsögn segir:
"Þessar vísur eru með bragarhátt sem Hugbót, ortar af séra Guðmundi Er-
lendssyni.’
38
Síðasti stafurinn í ártalinu hefur trosnað burt úr handritinu.