Gripla - 01.01.2000, Side 175
ERFILJÓÐ
173
10. Séra Guðmundur Erlendsson orti eftir Ólaf Jónsson klausturhaldara á Möðruvöll-
um (d. 1621). JS 232 4to, bl. 481v-483v.
11. Séra Guðmundur Erlendsson orti eftir Þorlák Skúlason biskup (1597-1656). JS
232 4to, bl. 46r-47r. Einnig í Lbs 1055 4to.
12. Séra Guðmundur Erlendsson orti eftir Þórunni Benediktsdóttur (d. 1628) á
Möðruvöllum í Hörgárdal. JS 232 4to, bl. 385r-386v. Einnig í Lbs 2388 4to.
13. Séra Hallgrímur Pétursson (1614—1674) orti eftir Ama Oddsson lögmann (1592-
1665). Prentað í útgáfu Gríms Thomsens, Sálmar og kvæöi eptir Hallgrím
Pétursson II (1890:148-155).
14. Séra Hallgrímur Pétursson orti eftir Jón Sigurðarson (1610-1670), bartskera í
Káranesi. Prentað í útgáfu Gríms Thomsens, Sálmar og kvæði eptir Hallgrím
Pétursson II (1890:155-160).
15. Hannes Helgason Skálholtsráðsmaður (d. 1653) orti eftir Vigfús Gíslason (1608-
1647), sýslumann í Ámes- og Rangárvallasýslum. ÍB 380 8vo, bls. 231-245.
Einnig í Lbs 1158 8vo, bls. 84—94; Lbs 2030 II 4to (frá 12. erindi, skrifað upp eftir
Lbs 1158 8vo).
16. Séra Hálfdan Rafnsson (um 1581-1665) að Undomfelli orti eftir Þóru Jónsdóttur
frá Kristnesi (1604-1627). Lbs 2388 4to, bls. 28-29.
17. Séra Jón Arason (1606-1673) í Vatnsfirði orti eftir föður sinn, Ara Magnússon,
sýslumann í Ögri (1571-1652). AM 102 8vo, bl. 20r-21r. Einnig í Lbs 723 8vo og
NKS 56 d 8vo.
Kvæðið er prentað í Blöndu IV (1928-1931:144—146) eítir síðastnefnda handrit-
inu. Kvæðið er eignað séra Ólafí Jónssyni í Lbs 723 8vo en séra Jóni Arasyni í
AM 102 8vo. Fyrirsögn kvæðisins í síðamefhda handritinu virðist komin frá syni
séra Jóns: „Lofleg minning ... eftir Ara sál. (afa minn sællar minningar) Magn-
ússon. Ort af sama.“ Næsta kvæði á undan er eftir séra Jón Arason í Vatnsfirði.
18. Séra Jón Arason í Vatnsfirði orti eftir Daða og Ragnheiði Eggertsböm (d. 1664) á
Skarði á Skarðsströnd. NKS 56 d 8vo, bl. 179v-181v. Einnig í JS 583 4to.
19. Séra Jón Arason í Vatnsfirði orti eftir ömmu sína, Ragnheiði Eggertsdóttur
(1549-1642). AM 102 8vo, bl. 16v-19v.
20. Jón Einarsson konrektor (um 1674—1707) orti eftir Þorlák Þórðarson (1675-
1697) skólameistara í Skálholti. Lbs 505 4to, bl. [74r-77v]; Einnig í Lbs 1255 8vo
og Lbs 2095 8vo.
21. Jón Einarsson konrektor orti eftir Þórð Þorláksson biskup (1637-1697). Lbs 505
4to, bl. [ 1 r—8v]; Einnig í Lbs 1255 8vo og Lbs 2095 8vo. Gefið út í ráðstefnuritinu
Frumkvöðull vísinda og mennta (1998:297-312).
22. Séra Jón Eyjólfsson á Gilsbakka (um 1648-1718) hefur sennilega ort eftir Hall-
grím Halldórsson (um 1609-1677) lögréttumann, síðast að Víðimýri í Hegra-
nesþingi. Lbs 365 8vo, bl. 11 v—15r.
Á titilsíðu stendur: „Nockrer Saalmar Hvoria orkt hefur þad andrika skaald
séra Jön Saal. Eyölfsson Elldre Fyrmrn soknarprestur aa Gilsbakka.“ Þetta
kvæði er hið sjötta í röðinni. Enginn þeirra sálma sem á undan þessu erfiljóði
fara er nefndur í þeim yfirlitsritum um íslenskar bókmenntir sem hafa verið
gefin út ojg því er óvíst hve mörg kvæði átt er við með orðunum „nokkrir
sálmar". Á víð og dreif í handritinu em erfiljóð sem ort hafa verið um fjöl-