Gripla - 01.01.2000, Síða 176
174
GRIPLA
skyldu yngra bróður og alnafna séra Jóns á Gilsbakka. Þar er einnig bænarvers
undir nafni Höllu Jónsdóttur, en ein dætra séra Jóns á Gilsbakka hét Halla.
Það eru því nokkrar líkur á því að kvæðin í fyrri hluta bókarinnar haft verið
ort af séra Jóni Eyjólfssyni á Gilsbakka. Aftarlega í handritinu eru erfiljóð frá
síðari hluta 18. aldar og geta því ekki verið eftir Jón.
23. Séra Jón Guðmundsson (1631-1702) í Felli í Sléttuhlíð orti eftir Gísla Þorláksson
biskup (1631-1684). JS 232 4to, bl. 532v-534v. Kvæðið var prentað á Hólum
1685, með útfararminningu Gísla (Halldór Hermannsson 1922:38-39).
24. Séra Jón Guðmundsson í Hítardal (1558-1634) orti eftir konu sína, Guðríði Gísla-
dóttur (1577-1620). JS 385 8vo, bl. 4r-7r; NKS 56 d 8vo. Kafli úr kvæðinu er
prentaður í Mönnum og menntum IV (1926:591-592) og í íslands þúsund árum.
Kvæðasafni 1300-1600 (1947:222).
25. Séra Jón Ólafsson á Lambavatni (um 1640-1703) orti eftir Eggert Bjömsson á
Skarði (1612-1681). ÍBR 87 4to, bls. 269-272.
26. Séra Ólafur Jónsson á Söndum (1560-1627) orti eftir Tómas, vinnumann sinn
(dánarár óþekkt). I kvæðabókum séra Ólafs á Söndum, t.d. ÍB 70 4to, bl. 96v-
97r; NKS 139 b 4to; Lbs 1516 4to. Sigurjón Einarsson gaf þetta kvæði út í grein
sinni „Séra Ólafur á Söndum" (1960:110-112).
27. Séra Ólafur Jónsson á Söndum orti eftir Vigdísi Halldórsdóttur (dánarár óþekkt).
Lbs 1516 4to, bl. 106v-107v. Kvæðið er hvorki í ÍB 70 4to né NKS 139 b 4to.
Sennilega er hér um að ræða Vigdísi Halldórsdóttur sem var gift Þorvaldi
Bjömssyni lögsagnara á Æsustöðum í Langadal og síðar Torfa Vigfússyni á
Hrauni og Hvammi í Dýrafirði (Bogi Benediktsson II 1889-1904:298, 575-76 og
III 1905-1908:337).
28. Séra Ólafur Jónsson (um 1590-1661) á Stað í Súgandafirði (áður á Eyri í Skutuls-
firði) orti eftir Helgu Aradóttur (d. 1633). NKS 56 d 8vo, bl. 94r-97r. Einnig í JS
385 8vo (vantar fyrstu 6 erindin) og Lbs 723 8vo (aðeins hluti úr fyrsta erindinu).
29. Páll Jónsson Vídalín (1667-1727), lögmaður í Víðidalstungu, orti eftir Þorleif
Gíslason frá Hlíðarenda (d. 1677). Lbs 1485 8vo, bl. 271r-276r.
Kvæðið var prentað í arkarbroti í Skálholti árið 1696 og segir Jón Þorkelsson
það vera í Landsbókasafni í útgáfu sinni að Vísnakveri Páls lögmanns Vída-
líns (1897:181). Það hefur þó ekki fundist, en við færslu ÍB 41 4to í handrita-
skrá Landsbókasafns stendur „Legið hefir hér með prentuð grafskrift yfir Þor-
leifi Gíslasyni (1696) eftir Pál Vídalín, en verið horfin þegar 1869, er skrá
bmf. birtist."
30. Séra Þórður Jónsson á Staðastað (1672-1720) orti eftir ömmu sína, Katrínu Er-
lendsdóttur (1612-1693). Lbs 1527 8vo, bl. 35r-42v. Einnig í Lbs 1158 8vo og 9
1/2 erindi í Lbs 701 8vo og samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Ásu Gríms-
dóttur er það að finna t' Adv 21.7.17, bl. 82r-84v (sbr. Guðrún Ása Grímsdóttir
1996:230).